Íslenski boltinn

Berglind tryggði stelpunum sæti í lokakeppni EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var hetja 19 ára landsliðsins.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var hetja 19 ára landsliðsins.

Breiðabliksstúlkan Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði íslenska 19 ára landsliðinu sæti í lokakeppni EM þegar hún skoraði jöfnunarmark íslenska liðsins á móti gestgjöfum Póllands aðeins þremur mínútum fyrir leikslok. Ísland og Pólland gerðu 2-2 jafntefli og stigið dugði íslensku stelpunum til þess að vinna riðilinn.

Íslenska liðið hlaut því fimm stig í millriðlinum alveg eins og Svíþjóð en var ofar á fleiri mörkum skoruðum. Svíar unnu Dani 1-0 í lokaleiknum sínum en Danir hefðu farið áfram með sigri þar sem íslensku stelpurnar náðu ekki að vinna sinn leik.

Útlitið var ekki bjart hjá íslensku stelpunum eftir að pólska liðið komst í 2-0 með mörkum á 61. og 65. mínútu. Thelma Björk Einarsdóttir minnkaði muninn á 69. mínútu og Berglind skoraði síðan markið mikilvæga á 87. mínútu leiksins.

Lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Hvíta-Rússlandi í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×