Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar breytir bara um markvörð fyrir Danaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir leikur sinn þrítugasta landsleik í dag. Hér er hún í leik við Bandaríkin.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir leikur sinn þrítugasta landsleik í dag. Hér er hún í leik við Bandaríkin. Mynd/AP

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði liðsins frá sigurleiknum á móti Englandi á fimmtudaginn en stelpurnar okkar mæta Dönum í vináttulandsleik klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma.

Eins og kom fram á Vísi í gær þá var Sigurður Ragnar búinn að ákveða að skipta leikjunum á milli markvarðanna Þóru Bjargar Helgadóttur og Guðbjargar Gunnarsdóttur. Þóra hélt hreinu á móti Englandi en Guðbjörg fær tækifærið í dag.

„Ef að liðið spilar eins og það gerði á fimmtudag þá er ég sáttur með liðið. Við ætlum líka að gefa fleiri leikmönnum tækifæri í leiknum á móti Danmörku þó að við höfum fyrst og fremst verið að nota undirbúningsleikina á þessu ári til að spila á sama kjarna svo að þær fái sem mesta reynslu að spila sem flesta leiki á móti þetta sterkum andstæðingum," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson.

Hann skipti aðeins tveimur leikmönnum inn á í Englandsleiknum en notar örugglega allar skiptingarnar í leiknum í dag. Á móti Englandi komu þær Katrín Ómarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir inn á sem varamenn.

„Ég hef ekki alveg skipt því jafnt á milli leikmanna hvað þær fá að spila mikið. Þær hafa fengið að spila mest sem ég hef mesta trú á þessum tíma. Þær þurfa samt að standa undir því með að spila vel og takist þeim það þá fá þær tækifærið áfram," segir Sigurður Ragnar.



Byrjunarlið Íslands á móti Dönum

Leikaðferðin: 4-5-1

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Erna Björk Sigurðardóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Vinstri bakvörður: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×