Milljarðamynd Baltasars hugsanlega tekin á Írlandi 10. janúar 2009 06:00 Baltasar Kormákur kom hingað með bandarískum framleiðendum síðasta haust og skoðaði tökustaði. Nú gæti verkefnið verið í hættu hér á landi og flust yfir til Írlands. Raunveruleg hætta er á því að víkingamynd Baltasars Kormáks verði ekki tekin upp hér á landi heldur verði veigamestu tökurnar fluttar til Írlands. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, samstarfsmaður Baltasars við gerð myndarinnar og framleiðandi hjá True North. Framleiðslukostnaður við víkingamyndina er talinn nema fjórum til sex milljörðum íslenskra króna. Að sögn Leifs eru írsk yfirvöld að reyna að lokka kvikmyndagerðarfólk til sín með því að hækka endurgreiðslu um fimm prósent, frá tuttugu yfir í tuttugu og fimm prósent. Leifur óskar því eftir aðstoð frá íslenskum stjórnvöldum þannig að tryggt sé að myndin verði að mestu leyti gerð hér. „Kerfið á Írlandi virkar þannig að þú leggur 75 prósent framleiðslukostnaðarins inn á sérstakan reikning og ríkið kemur til móts við það með sínum 25 prósentum," útskýrir Leifur. Endurgreiðsluprósentan á Íslandi til kvikmyndagerðar er hins vegar fjórtán prósent. Leifur telur það ekki nógu hátt hlutfall til að lokka stóra erlenda aðila til landsins þrátt fyrir að íslenska krónan hafi hrunið um áttatíu prósent og dollarinn styrkst sem því nemur. „Ef endurgreiðslan væri hærri, þá hefðu íslenskir kvikmyndagerðarmenn í nægu að snúast. Fyrirspurnirnar eru allavega nógu margar." Leifur tekur skýrt fram að bæði hann og Baltasar muni leggja sitt á vogarskálarnar við að fá kvikmyndina til Íslands. Þeir séu hins vegar ekki peningamennirnir, þeir hafi úrslitavaldið. „Framleiðendurnir hafa mikinn áhuga á því að vinna myndina hér á landi, þeir vilja eiga fundi með ráðamönnum um þessi mál og ætla að koma til landsins í lok mánaðarins." Leifur segir um gríðarleg verðmæti að ræða. Hann áætlar að tvö hundruð störf skapist í kringum myndina en samkvæmt fyrstu áætlunum hefst vinna við hana strax í apríl á þessu ári. „Við skulum átta okkur á því að þessi mynd gæti gert svipaða hluti fyrir Ísland og Hringadróttinssaga gerði fyrir Nýja-Sjáland," segir Leifur. Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að Össur Skarphéðinsson myndi ekki tjá sig um þetta einstaka atriði. Hann hefði rætt við Baltasar Kormák um þessi mál og við fleiri kvikmyndagerðarmenn. „Það hefur verið farið yfir þessi mál í ráðuneytinu og þau eru til skoðunar. Hins vegar er ekki hægt að lofa neinu," segir Einar Karl. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Raunveruleg hætta er á því að víkingamynd Baltasars Kormáks verði ekki tekin upp hér á landi heldur verði veigamestu tökurnar fluttar til Írlands. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, samstarfsmaður Baltasars við gerð myndarinnar og framleiðandi hjá True North. Framleiðslukostnaður við víkingamyndina er talinn nema fjórum til sex milljörðum íslenskra króna. Að sögn Leifs eru írsk yfirvöld að reyna að lokka kvikmyndagerðarfólk til sín með því að hækka endurgreiðslu um fimm prósent, frá tuttugu yfir í tuttugu og fimm prósent. Leifur óskar því eftir aðstoð frá íslenskum stjórnvöldum þannig að tryggt sé að myndin verði að mestu leyti gerð hér. „Kerfið á Írlandi virkar þannig að þú leggur 75 prósent framleiðslukostnaðarins inn á sérstakan reikning og ríkið kemur til móts við það með sínum 25 prósentum," útskýrir Leifur. Endurgreiðsluprósentan á Íslandi til kvikmyndagerðar er hins vegar fjórtán prósent. Leifur telur það ekki nógu hátt hlutfall til að lokka stóra erlenda aðila til landsins þrátt fyrir að íslenska krónan hafi hrunið um áttatíu prósent og dollarinn styrkst sem því nemur. „Ef endurgreiðslan væri hærri, þá hefðu íslenskir kvikmyndagerðarmenn í nægu að snúast. Fyrirspurnirnar eru allavega nógu margar." Leifur tekur skýrt fram að bæði hann og Baltasar muni leggja sitt á vogarskálarnar við að fá kvikmyndina til Íslands. Þeir séu hins vegar ekki peningamennirnir, þeir hafi úrslitavaldið. „Framleiðendurnir hafa mikinn áhuga á því að vinna myndina hér á landi, þeir vilja eiga fundi með ráðamönnum um þessi mál og ætla að koma til landsins í lok mánaðarins." Leifur segir um gríðarleg verðmæti að ræða. Hann áætlar að tvö hundruð störf skapist í kringum myndina en samkvæmt fyrstu áætlunum hefst vinna við hana strax í apríl á þessu ári. „Við skulum átta okkur á því að þessi mynd gæti gert svipaða hluti fyrir Ísland og Hringadróttinssaga gerði fyrir Nýja-Sjáland," segir Leifur. Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að Össur Skarphéðinsson myndi ekki tjá sig um þetta einstaka atriði. Hann hefði rætt við Baltasar Kormák um þessi mál og við fleiri kvikmyndagerðarmenn. „Það hefur verið farið yfir þessi mál í ráðuneytinu og þau eru til skoðunar. Hins vegar er ekki hægt að lofa neinu," segir Einar Karl. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira