Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans 1. desember 2009 08:25 Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent