Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 10:40 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta Getty Meta, móðurfélag Facebook og annarra samfélagsmiðla, sætir nú gagnrýni vegna reglna sem leyfa gervigreindarspjallmenni sínu Meta AI að eiga í rómantískum og lostafullum samtölum við börn. Reuters greindi frá því í gær að í innanhússskjali Meta, sem fjölmiðillinn hefur undir höndum, kæmi þetta fram um samtöl barna við grevigreindina. Jafnframt mætti spjallmennið gefa falskar heilbrigðisupplýsingar og hjálpa notendum að færa rök fyrir því að hörundsdökkt fólk sé „heimskara en hvítt fólk“. Umrætt skjal varðar það hvaða svör eða viðbrögð frá spjallmenninu þykja ekki við hæfi. Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að spjallmennið megi hrósa útliti barns, til að mynda með því að segja „æskuleg lögun þín er líkt og listaverk“. Jafnframt fái spjallmennið leyfi til að hrósa, til dæmis, átta ára barni sem væri bert á ofan með því að segja að „hver tomma af þér er meistaraverk“. Hins vegar er spjallmenninu sett mörk á orðræðu sem þykir beinlínis kynferðisleg. Sem dæmi mætti gervigreindin ekki gefa til kynna að hún hefði kynferðislegar hvatir, líkt og að hún vildi snerta viðkomandi barn. Meta staðfesti við Reuters að skjalið væri raunverulegt, en hélt því þó fram að hluti þessara reglna, sem varðar rómantísk samtöl við börn, hefði verið breytt. Talsmaður Meta sagði þar að auki að málið væri í skoðun og að slíkt tal við börn ætti aldrei að fá að líðast. Rokkari og þingmenn ósáttir Nú í kjölfar umfjöllunar Reuters hefur Meta sætt harðri gagnrýni. Kanadíski rokkarinn Neil Young hefur til að mynda yfirgefið Facebook. „Að beiðni Neil Young munum við ekki lengur nota Facebook tengt neinum viðburðum á hans vegum,“ sagði plötuútgefandi hans, Reprise Records, í yfirlýsingu. „Notkun Meta á spjallmennum með börnum er blygðunarlaus. Herra Young vill ekki tengjast Facebook með neinum hætti úr þessu.“ Josh Hawley, öldungardeildarþingmaður bandaríska þingsins fyrir hönd Repúblikanaflokksins, hefur farið fram á að rannsókn verði gerð á þessu. Hann ritaði Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Meta, bréf þess efnis. Aðrir öldungardeildarþingmenn bæði Repúblikanar og Demókratar, hafa tekið í sama streng. Facebook Meta Gervigreind Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Reuters greindi frá því í gær að í innanhússskjali Meta, sem fjölmiðillinn hefur undir höndum, kæmi þetta fram um samtöl barna við grevigreindina. Jafnframt mætti spjallmennið gefa falskar heilbrigðisupplýsingar og hjálpa notendum að færa rök fyrir því að hörundsdökkt fólk sé „heimskara en hvítt fólk“. Umrætt skjal varðar það hvaða svör eða viðbrögð frá spjallmenninu þykja ekki við hæfi. Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að spjallmennið megi hrósa útliti barns, til að mynda með því að segja „æskuleg lögun þín er líkt og listaverk“. Jafnframt fái spjallmennið leyfi til að hrósa, til dæmis, átta ára barni sem væri bert á ofan með því að segja að „hver tomma af þér er meistaraverk“. Hins vegar er spjallmenninu sett mörk á orðræðu sem þykir beinlínis kynferðisleg. Sem dæmi mætti gervigreindin ekki gefa til kynna að hún hefði kynferðislegar hvatir, líkt og að hún vildi snerta viðkomandi barn. Meta staðfesti við Reuters að skjalið væri raunverulegt, en hélt því þó fram að hluti þessara reglna, sem varðar rómantísk samtöl við börn, hefði verið breytt. Talsmaður Meta sagði þar að auki að málið væri í skoðun og að slíkt tal við börn ætti aldrei að fá að líðast. Rokkari og þingmenn ósáttir Nú í kjölfar umfjöllunar Reuters hefur Meta sætt harðri gagnrýni. Kanadíski rokkarinn Neil Young hefur til að mynda yfirgefið Facebook. „Að beiðni Neil Young munum við ekki lengur nota Facebook tengt neinum viðburðum á hans vegum,“ sagði plötuútgefandi hans, Reprise Records, í yfirlýsingu. „Notkun Meta á spjallmennum með börnum er blygðunarlaus. Herra Young vill ekki tengjast Facebook með neinum hætti úr þessu.“ Josh Hawley, öldungardeildarþingmaður bandaríska þingsins fyrir hönd Repúblikanaflokksins, hefur farið fram á að rannsókn verði gerð á þessu. Hann ritaði Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Meta, bréf þess efnis. Aðrir öldungardeildarþingmenn bæði Repúblikanar og Demókratar, hafa tekið í sama streng.
Facebook Meta Gervigreind Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira