Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Agnar Már Másson skrifar 12. ágúst 2025 11:06 Fjölskyldan úr Fáskrúðsfirði hefur rekið KFC í Danmörku síðan það opnaði í Danmörku árið 1986.Á mynd er úrklippa úr tölublaði Frjálsrar verslunar frá 1996 um útrás Íslendinga á erlendum skyndibitamarkaði. Þarna eru feðgarnir. Tímarit.is Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. Það vakti mikla athygli í júní síðastliðnum þegar Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson var sviptur leyfinu til að reka KFC í Danmörku eftir að DR ljóstraði upp um meinta vanrækslu starfsmanna á heilsuháttarverklagi. Faðir Bjartmars, Þröstur Júlíusson, stofnaði KFC í Danmörku árið 1986 og hafa þeir feðgarnir rekið félagið saman í áraraðir. Félagið nefnist Isken Aps og rak það alls ellefu veitingastaði en þeir lokuðu allir í júlí þegar danska ríkisútvarpið greindi frá því að starfsfólk hefði reglulega „framlengt“ kjúkling með því að skipta út merkimiðum á ferskum, þíddum kjúkling sem hefði ekki verið eldaður fyrir síðasta notkunardag. Þetta hafi að sögn starfsmann verið í trássi við heilsuháttaverklag KFC. Í kjölfarið lokaði KFC West Europe stöðunum og svipti feðgana leyfinu, að sögn danskra miðla. Hafa Danir verið KFC-lausir síðan en móðurfélagið leitar nú nýrra rekstraraðila fyrir staðina í Danmörku. Ekstra bladet greinir nú frá gjaldþroti Isken ApS og vísar til Statstidende. Fyrirtækið mun hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum hinn 18. júlí og skrifar Ekstra bladet að félagið hafi samkvæmt opinberum gögnum haft alls 191 starfsmann í maí. Í byrjun júlí greindi miðillinn einnig frá því að Isken væri á barmi gjaldþrots og hafi upplýst starfsfólk að það gæti ekki greitt starfsfólki sínu laun. Samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrir 2023 var eigið fé félagsins neikvætt um 5,5 milljónir danskra króna sem nemur um 105 milljónum íslenskra króna. Það ár hafði félaginu þó tekist að skila hagnaði í fyrsta sinn frá kórónuveirufaraldri. Feðgarnir fluttust frá Fáskrúðsfirði til Malmö í Svíþjóð 1983, samkvæmt blaðagrein í Frjálsri verslun frá tíunda áratuginum, og Þröstur opnaði fyrsta KFC-staðinn í Kaupmannahöfn 1986. Bjartmar, sem er í dag 52, tók við sem framkvæmdastjóri árið 2008 og hefur verið 51 prósenta eigandi í Isken ApS síðan 2019, þegar umsvifamikill veitingamaður að nafni Mustafa Sahin keypti 49 prósenta hlut í keðjunni. Þröstur, sem er á áttræðisaldri í dag, hefur enn verið viðloðinn reksturinn þó að hann sé ekki í eigendahópnum. Blaðamaður Vísis sló á þráðinn hjá Þresti en hann vildi ekki tjá sig um málið. Kjúklingur Veitingastaðir Danmörk Íslendingar erlendis Heilbrigðiseftirlit Matur Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Það vakti mikla athygli í júní síðastliðnum þegar Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson var sviptur leyfinu til að reka KFC í Danmörku eftir að DR ljóstraði upp um meinta vanrækslu starfsmanna á heilsuháttarverklagi. Faðir Bjartmars, Þröstur Júlíusson, stofnaði KFC í Danmörku árið 1986 og hafa þeir feðgarnir rekið félagið saman í áraraðir. Félagið nefnist Isken Aps og rak það alls ellefu veitingastaði en þeir lokuðu allir í júlí þegar danska ríkisútvarpið greindi frá því að starfsfólk hefði reglulega „framlengt“ kjúkling með því að skipta út merkimiðum á ferskum, þíddum kjúkling sem hefði ekki verið eldaður fyrir síðasta notkunardag. Þetta hafi að sögn starfsmann verið í trássi við heilsuháttaverklag KFC. Í kjölfarið lokaði KFC West Europe stöðunum og svipti feðgana leyfinu, að sögn danskra miðla. Hafa Danir verið KFC-lausir síðan en móðurfélagið leitar nú nýrra rekstraraðila fyrir staðina í Danmörku. Ekstra bladet greinir nú frá gjaldþroti Isken ApS og vísar til Statstidende. Fyrirtækið mun hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum hinn 18. júlí og skrifar Ekstra bladet að félagið hafi samkvæmt opinberum gögnum haft alls 191 starfsmann í maí. Í byrjun júlí greindi miðillinn einnig frá því að Isken væri á barmi gjaldþrots og hafi upplýst starfsfólk að það gæti ekki greitt starfsfólki sínu laun. Samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrir 2023 var eigið fé félagsins neikvætt um 5,5 milljónir danskra króna sem nemur um 105 milljónum íslenskra króna. Það ár hafði félaginu þó tekist að skila hagnaði í fyrsta sinn frá kórónuveirufaraldri. Feðgarnir fluttust frá Fáskrúðsfirði til Malmö í Svíþjóð 1983, samkvæmt blaðagrein í Frjálsri verslun frá tíunda áratuginum, og Þröstur opnaði fyrsta KFC-staðinn í Kaupmannahöfn 1986. Bjartmar, sem er í dag 52, tók við sem framkvæmdastjóri árið 2008 og hefur verið 51 prósenta eigandi í Isken ApS síðan 2019, þegar umsvifamikill veitingamaður að nafni Mustafa Sahin keypti 49 prósenta hlut í keðjunni. Þröstur, sem er á áttræðisaldri í dag, hefur enn verið viðloðinn reksturinn þó að hann sé ekki í eigendahópnum. Blaðamaður Vísis sló á þráðinn hjá Þresti en hann vildi ekki tjá sig um málið.
Kjúklingur Veitingastaðir Danmörk Íslendingar erlendis Heilbrigðiseftirlit Matur Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira