Adidas og Puma binda enda á 60 ára illdeilur 18. september 2009 09:55 Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Það voru bræðurnir Adi og Rudolf Dassler sem hófu framleiðslu á íþróttaskóm á þriðja áratugnum í þvottaherbergi móður sinnar í bænum Herzogenaurach í Bæjaralandi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan kastaðist í kekki milli þeirra bræðra á stríðsárunum, sennilega af pólitískum ástæðum, og þeir stofnuðu sitthvort skófyrirtækið í bænum árið 1948, Puma og Adidas. Í frétt um málið á ananova.com segir að fyrirtæki þeirra bræðra hafi staðið sitthvorumegin við á sem rennur í gegnum Herzogenaurach. Deilur þeirra bræðra skiptu bænum í tvennt. Annaðhvort varstu í Puma liðinu eða Adidas. Í sameinginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að þau hafi ákveðið að leggja niður deilur sínar til stuðnings við Peace One Day samtökin sem halda árlegan dag sinn gegn ofbeldi á mánudaginn kemur. Hvorugu fyrirtækjanna er nú stjórnar af afkomendum þeirra bræðra. Hinsvegar vakti það töluverða undrun bæjarbúa að Frank Dassler, sonarsonar Rudolfs, vann fyrir bæði fyrirtækin. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Það voru bræðurnir Adi og Rudolf Dassler sem hófu framleiðslu á íþróttaskóm á þriðja áratugnum í þvottaherbergi móður sinnar í bænum Herzogenaurach í Bæjaralandi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan kastaðist í kekki milli þeirra bræðra á stríðsárunum, sennilega af pólitískum ástæðum, og þeir stofnuðu sitthvort skófyrirtækið í bænum árið 1948, Puma og Adidas. Í frétt um málið á ananova.com segir að fyrirtæki þeirra bræðra hafi staðið sitthvorumegin við á sem rennur í gegnum Herzogenaurach. Deilur þeirra bræðra skiptu bænum í tvennt. Annaðhvort varstu í Puma liðinu eða Adidas. Í sameinginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að þau hafi ákveðið að leggja niður deilur sínar til stuðnings við Peace One Day samtökin sem halda árlegan dag sinn gegn ofbeldi á mánudaginn kemur. Hvorugu fyrirtækjanna er nú stjórnar af afkomendum þeirra bræðra. Hinsvegar vakti það töluverða undrun bæjarbúa að Frank Dassler, sonarsonar Rudolfs, vann fyrir bæði fyrirtækin.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira