Umfjöllun: Þrjú stig í hús hjá Íslandsmeisturum Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 23. júní 2009 22:30 Valsstúlkurnar Dagný Brynjarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel Logadóttir á góðri stundu. Mynd/Stefán Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslandsmeistarar Vals sýndu mátt sinn í fyrri hálfleik á Vodafonevellinum í kvöld og sóknarþunginn var mikill, strax frá fyrstu mínútu. Framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk kjörið færi til þess að koma Valsstúlkum yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en skot hennar af stuttu færi fór hátt yfir markið. Það kom ekki af sök því í næstu sókn komst Valur yfir með marki frá Rakel Logadóttur eftir góðan undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttur. Helsta ógnin hjá gestunum í fyrri hálfleik kom úr föstum leikatriðum en eftir klafs í teignum á 24. mínútu vildu leikmenn Aftureldingar/Fjölnis fá vítaspyrnu. Ingi Freyr Arnarsson dómari leiksins var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekki neitt. Kristin Ýr fékk aftur dauðafæri fyrir Val á 37. mínútu en náði ekki að færa sér það í nyt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Rakel svo að bæta við öðru marki Vals og sínu öðru marki í leiknum en Anna Garðarsdóttir átti skömmu áður sláarskot fyrir Valsstúlkur. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir Val en gestirnir gátu prísað sig sælar með að munurinn væri ekki meiri. Valsstúlkur fengu draumabyrjun á seinni hálfleik þegar landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Leikurinn datt örlítið niður eftir þriðja mark Valsstúlkna en á 65. mínútu tók Dóra María sig til og stakk sér lipurlega í gegnum vörn Aftureldingar/Fjölnis og skoraði fjórða markið. Glæsilegt einstaklingsframtak hjá Dóru Maríu sem átti mjög góðan leik í kvöld. Leikmenn Aftureldingar/Fjölnis náðu að byggja upp góða sókn á 67. mínútu og Sigríður Þóra Birgisdóttir kom boltanum í netið framhjá Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Vals. Staðan því orðin 4-1 en skömmu áður var Kristjana Ýr Þráinsdóttir nálægt því að opna markareikninginn fyrir Aftureldingu/Fjölni. Dóra María var nálægt því að bæta við fimmta markinu fyrir Val á 74. mínútu en Sonný Lára Þráinsdóttir sá við henni í marki Aftureldingar/Fjölnis. Dóra María átti svo glæsilega stungusendingu á varamanninn Andreu Ýr Gústavsdóttur á 81. mínútu en skot hennar fór í hliðarnetið á marki Aftureldingar/Fjölnis. Sóknaraðgerðir Vals á þessum tímapunkti í leiknum voru annars fremur bitlausar og algjörlega úr karakter hjá liðinu að gefa svona eftir. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og Sigríður Þóra var aftur á ferðinni í uppbótartíma og minnkaði muninn í 4-2 og þar við sat. Sigur Valsstúlkna var í raun aldrei í hættu eftir þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks en eftir að liðið komst í 4-0 þá tóku þær fótinn svo að segja af bensíngjöfinni. Gestirnir gengu á lagið og sýndu og sönnuðu að það þýðir ekkert að slaka á í eitt augnablik í Pepsi-deildinni. Úrslit kvöldsins og markaskorarar (Heimild: Fótbolti.net)ÍR 2-2 Fylkir 1-0 Bryndís ('3, víti) 2-0 Joana Rita Nunes Paváo ('64) 2-1 Anna Björg Björnsdóttir ('76) 2-2 Anna Björg Björnsdóttir ('84)GRV 0-7 Breiðablik 0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('16) 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('27) 0-3 Hekla Pálmadóttir ('24) 0-4 Anna Birna Þorvarðardóttir ('33) 0-5 Fanndís Friðriksdóttir (37) 0-6 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44) 0-7 Ásta Einarsdóttir ('46)Valur 4-2 Afturelding/Fjölnir 1-0 Rakel Logadóttir ('17) 2-0 Rakel Logadóttir ('44) 3-0 Katrín Jónsdóttir ('47) 4-0 Dóra María Lárusdóttir ('65) 4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('67) 4-2 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('92)Stjarnan 5 - 1 Keflavík 1-0 Björk Gunnarsdóttir (´2) 2-0 Björk Gunnarsdóttir (´41) 3-0 Björk Gunnarsdóttir (´66) 4-0 Karen Sturludóttir (´69) 5-0 Karen Sturludóttir (´84) 5-1 Agnes Helgadóttir (´90) Valur og Breiðablik eru efst og jöfn með 22 stig eftir níu leiki en Stjarnan fylgir fast á eftir með 20 stig í þriðja sætinu einnig eftir níu leiki. Níunda umferðin klárast með leik Þór/KA og KR á morgun. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslandsmeistarar Vals sýndu mátt sinn í fyrri hálfleik á Vodafonevellinum í kvöld og sóknarþunginn var mikill, strax frá fyrstu mínútu. Framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk kjörið færi til þess að koma Valsstúlkum yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en skot hennar af stuttu færi fór hátt yfir markið. Það kom ekki af sök því í næstu sókn komst Valur yfir með marki frá Rakel Logadóttur eftir góðan undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttur. Helsta ógnin hjá gestunum í fyrri hálfleik kom úr föstum leikatriðum en eftir klafs í teignum á 24. mínútu vildu leikmenn Aftureldingar/Fjölnis fá vítaspyrnu. Ingi Freyr Arnarsson dómari leiksins var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekki neitt. Kristin Ýr fékk aftur dauðafæri fyrir Val á 37. mínútu en náði ekki að færa sér það í nyt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Rakel svo að bæta við öðru marki Vals og sínu öðru marki í leiknum en Anna Garðarsdóttir átti skömmu áður sláarskot fyrir Valsstúlkur. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir Val en gestirnir gátu prísað sig sælar með að munurinn væri ekki meiri. Valsstúlkur fengu draumabyrjun á seinni hálfleik þegar landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Leikurinn datt örlítið niður eftir þriðja mark Valsstúlkna en á 65. mínútu tók Dóra María sig til og stakk sér lipurlega í gegnum vörn Aftureldingar/Fjölnis og skoraði fjórða markið. Glæsilegt einstaklingsframtak hjá Dóru Maríu sem átti mjög góðan leik í kvöld. Leikmenn Aftureldingar/Fjölnis náðu að byggja upp góða sókn á 67. mínútu og Sigríður Þóra Birgisdóttir kom boltanum í netið framhjá Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Vals. Staðan því orðin 4-1 en skömmu áður var Kristjana Ýr Þráinsdóttir nálægt því að opna markareikninginn fyrir Aftureldingu/Fjölni. Dóra María var nálægt því að bæta við fimmta markinu fyrir Val á 74. mínútu en Sonný Lára Þráinsdóttir sá við henni í marki Aftureldingar/Fjölnis. Dóra María átti svo glæsilega stungusendingu á varamanninn Andreu Ýr Gústavsdóttur á 81. mínútu en skot hennar fór í hliðarnetið á marki Aftureldingar/Fjölnis. Sóknaraðgerðir Vals á þessum tímapunkti í leiknum voru annars fremur bitlausar og algjörlega úr karakter hjá liðinu að gefa svona eftir. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og Sigríður Þóra var aftur á ferðinni í uppbótartíma og minnkaði muninn í 4-2 og þar við sat. Sigur Valsstúlkna var í raun aldrei í hættu eftir þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks en eftir að liðið komst í 4-0 þá tóku þær fótinn svo að segja af bensíngjöfinni. Gestirnir gengu á lagið og sýndu og sönnuðu að það þýðir ekkert að slaka á í eitt augnablik í Pepsi-deildinni. Úrslit kvöldsins og markaskorarar (Heimild: Fótbolti.net)ÍR 2-2 Fylkir 1-0 Bryndís ('3, víti) 2-0 Joana Rita Nunes Paváo ('64) 2-1 Anna Björg Björnsdóttir ('76) 2-2 Anna Björg Björnsdóttir ('84)GRV 0-7 Breiðablik 0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('16) 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('27) 0-3 Hekla Pálmadóttir ('24) 0-4 Anna Birna Þorvarðardóttir ('33) 0-5 Fanndís Friðriksdóttir (37) 0-6 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44) 0-7 Ásta Einarsdóttir ('46)Valur 4-2 Afturelding/Fjölnir 1-0 Rakel Logadóttir ('17) 2-0 Rakel Logadóttir ('44) 3-0 Katrín Jónsdóttir ('47) 4-0 Dóra María Lárusdóttir ('65) 4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('67) 4-2 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('92)Stjarnan 5 - 1 Keflavík 1-0 Björk Gunnarsdóttir (´2) 2-0 Björk Gunnarsdóttir (´41) 3-0 Björk Gunnarsdóttir (´66) 4-0 Karen Sturludóttir (´69) 5-0 Karen Sturludóttir (´84) 5-1 Agnes Helgadóttir (´90) Valur og Breiðablik eru efst og jöfn með 22 stig eftir níu leiki en Stjarnan fylgir fast á eftir með 20 stig í þriðja sætinu einnig eftir níu leiki. Níunda umferðin klárast með leik Þór/KA og KR á morgun.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira