Umfjöllun: Þrjú stig í hús hjá Íslandsmeisturum Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 23. júní 2009 22:30 Valsstúlkurnar Dagný Brynjarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel Logadóttir á góðri stundu. Mynd/Stefán Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslandsmeistarar Vals sýndu mátt sinn í fyrri hálfleik á Vodafonevellinum í kvöld og sóknarþunginn var mikill, strax frá fyrstu mínútu. Framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk kjörið færi til þess að koma Valsstúlkum yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en skot hennar af stuttu færi fór hátt yfir markið. Það kom ekki af sök því í næstu sókn komst Valur yfir með marki frá Rakel Logadóttur eftir góðan undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttur. Helsta ógnin hjá gestunum í fyrri hálfleik kom úr föstum leikatriðum en eftir klafs í teignum á 24. mínútu vildu leikmenn Aftureldingar/Fjölnis fá vítaspyrnu. Ingi Freyr Arnarsson dómari leiksins var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekki neitt. Kristin Ýr fékk aftur dauðafæri fyrir Val á 37. mínútu en náði ekki að færa sér það í nyt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Rakel svo að bæta við öðru marki Vals og sínu öðru marki í leiknum en Anna Garðarsdóttir átti skömmu áður sláarskot fyrir Valsstúlkur. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir Val en gestirnir gátu prísað sig sælar með að munurinn væri ekki meiri. Valsstúlkur fengu draumabyrjun á seinni hálfleik þegar landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Leikurinn datt örlítið niður eftir þriðja mark Valsstúlkna en á 65. mínútu tók Dóra María sig til og stakk sér lipurlega í gegnum vörn Aftureldingar/Fjölnis og skoraði fjórða markið. Glæsilegt einstaklingsframtak hjá Dóru Maríu sem átti mjög góðan leik í kvöld. Leikmenn Aftureldingar/Fjölnis náðu að byggja upp góða sókn á 67. mínútu og Sigríður Þóra Birgisdóttir kom boltanum í netið framhjá Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Vals. Staðan því orðin 4-1 en skömmu áður var Kristjana Ýr Þráinsdóttir nálægt því að opna markareikninginn fyrir Aftureldingu/Fjölni. Dóra María var nálægt því að bæta við fimmta markinu fyrir Val á 74. mínútu en Sonný Lára Þráinsdóttir sá við henni í marki Aftureldingar/Fjölnis. Dóra María átti svo glæsilega stungusendingu á varamanninn Andreu Ýr Gústavsdóttur á 81. mínútu en skot hennar fór í hliðarnetið á marki Aftureldingar/Fjölnis. Sóknaraðgerðir Vals á þessum tímapunkti í leiknum voru annars fremur bitlausar og algjörlega úr karakter hjá liðinu að gefa svona eftir. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og Sigríður Þóra var aftur á ferðinni í uppbótartíma og minnkaði muninn í 4-2 og þar við sat. Sigur Valsstúlkna var í raun aldrei í hættu eftir þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks en eftir að liðið komst í 4-0 þá tóku þær fótinn svo að segja af bensíngjöfinni. Gestirnir gengu á lagið og sýndu og sönnuðu að það þýðir ekkert að slaka á í eitt augnablik í Pepsi-deildinni. Úrslit kvöldsins og markaskorarar (Heimild: Fótbolti.net)ÍR 2-2 Fylkir 1-0 Bryndís ('3, víti) 2-0 Joana Rita Nunes Paváo ('64) 2-1 Anna Björg Björnsdóttir ('76) 2-2 Anna Björg Björnsdóttir ('84)GRV 0-7 Breiðablik 0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('16) 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('27) 0-3 Hekla Pálmadóttir ('24) 0-4 Anna Birna Þorvarðardóttir ('33) 0-5 Fanndís Friðriksdóttir (37) 0-6 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44) 0-7 Ásta Einarsdóttir ('46)Valur 4-2 Afturelding/Fjölnir 1-0 Rakel Logadóttir ('17) 2-0 Rakel Logadóttir ('44) 3-0 Katrín Jónsdóttir ('47) 4-0 Dóra María Lárusdóttir ('65) 4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('67) 4-2 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('92)Stjarnan 5 - 1 Keflavík 1-0 Björk Gunnarsdóttir (´2) 2-0 Björk Gunnarsdóttir (´41) 3-0 Björk Gunnarsdóttir (´66) 4-0 Karen Sturludóttir (´69) 5-0 Karen Sturludóttir (´84) 5-1 Agnes Helgadóttir (´90) Valur og Breiðablik eru efst og jöfn með 22 stig eftir níu leiki en Stjarnan fylgir fast á eftir með 20 stig í þriðja sætinu einnig eftir níu leiki. Níunda umferðin klárast með leik Þór/KA og KR á morgun. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslandsmeistarar Vals sýndu mátt sinn í fyrri hálfleik á Vodafonevellinum í kvöld og sóknarþunginn var mikill, strax frá fyrstu mínútu. Framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk kjörið færi til þess að koma Valsstúlkum yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en skot hennar af stuttu færi fór hátt yfir markið. Það kom ekki af sök því í næstu sókn komst Valur yfir með marki frá Rakel Logadóttur eftir góðan undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttur. Helsta ógnin hjá gestunum í fyrri hálfleik kom úr föstum leikatriðum en eftir klafs í teignum á 24. mínútu vildu leikmenn Aftureldingar/Fjölnis fá vítaspyrnu. Ingi Freyr Arnarsson dómari leiksins var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekki neitt. Kristin Ýr fékk aftur dauðafæri fyrir Val á 37. mínútu en náði ekki að færa sér það í nyt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Rakel svo að bæta við öðru marki Vals og sínu öðru marki í leiknum en Anna Garðarsdóttir átti skömmu áður sláarskot fyrir Valsstúlkur. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir Val en gestirnir gátu prísað sig sælar með að munurinn væri ekki meiri. Valsstúlkur fengu draumabyrjun á seinni hálfleik þegar landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Leikurinn datt örlítið niður eftir þriðja mark Valsstúlkna en á 65. mínútu tók Dóra María sig til og stakk sér lipurlega í gegnum vörn Aftureldingar/Fjölnis og skoraði fjórða markið. Glæsilegt einstaklingsframtak hjá Dóru Maríu sem átti mjög góðan leik í kvöld. Leikmenn Aftureldingar/Fjölnis náðu að byggja upp góða sókn á 67. mínútu og Sigríður Þóra Birgisdóttir kom boltanum í netið framhjá Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Vals. Staðan því orðin 4-1 en skömmu áður var Kristjana Ýr Þráinsdóttir nálægt því að opna markareikninginn fyrir Aftureldingu/Fjölni. Dóra María var nálægt því að bæta við fimmta markinu fyrir Val á 74. mínútu en Sonný Lára Þráinsdóttir sá við henni í marki Aftureldingar/Fjölnis. Dóra María átti svo glæsilega stungusendingu á varamanninn Andreu Ýr Gústavsdóttur á 81. mínútu en skot hennar fór í hliðarnetið á marki Aftureldingar/Fjölnis. Sóknaraðgerðir Vals á þessum tímapunkti í leiknum voru annars fremur bitlausar og algjörlega úr karakter hjá liðinu að gefa svona eftir. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og Sigríður Þóra var aftur á ferðinni í uppbótartíma og minnkaði muninn í 4-2 og þar við sat. Sigur Valsstúlkna var í raun aldrei í hættu eftir þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks en eftir að liðið komst í 4-0 þá tóku þær fótinn svo að segja af bensíngjöfinni. Gestirnir gengu á lagið og sýndu og sönnuðu að það þýðir ekkert að slaka á í eitt augnablik í Pepsi-deildinni. Úrslit kvöldsins og markaskorarar (Heimild: Fótbolti.net)ÍR 2-2 Fylkir 1-0 Bryndís ('3, víti) 2-0 Joana Rita Nunes Paváo ('64) 2-1 Anna Björg Björnsdóttir ('76) 2-2 Anna Björg Björnsdóttir ('84)GRV 0-7 Breiðablik 0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('16) 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('27) 0-3 Hekla Pálmadóttir ('24) 0-4 Anna Birna Þorvarðardóttir ('33) 0-5 Fanndís Friðriksdóttir (37) 0-6 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44) 0-7 Ásta Einarsdóttir ('46)Valur 4-2 Afturelding/Fjölnir 1-0 Rakel Logadóttir ('17) 2-0 Rakel Logadóttir ('44) 3-0 Katrín Jónsdóttir ('47) 4-0 Dóra María Lárusdóttir ('65) 4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('67) 4-2 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('92)Stjarnan 5 - 1 Keflavík 1-0 Björk Gunnarsdóttir (´2) 2-0 Björk Gunnarsdóttir (´41) 3-0 Björk Gunnarsdóttir (´66) 4-0 Karen Sturludóttir (´69) 5-0 Karen Sturludóttir (´84) 5-1 Agnes Helgadóttir (´90) Valur og Breiðablik eru efst og jöfn með 22 stig eftir níu leiki en Stjarnan fylgir fast á eftir með 20 stig í þriðja sætinu einnig eftir níu leiki. Níunda umferðin klárast með leik Þór/KA og KR á morgun.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira