Tiger frábær í endurkomunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2009 09:01 Tiger spilaði flott golf í gær. Nordic Photos/Getty Images Það var ekki hægt að sjá neitt ryð á Tiger Woods sem snéri til baka á golfvöllinn með glans í gær eftir átta mánaða fjarveru. Tiger er að taka þátt í Match Play Championship-mótinu og rúllaði auðveldlega í næstu umferð með því að leggja Brendan Jones 3&2. Jones átti sér aldrei viðreisnar von en Tiger lék fyrstu holuna á fugli. „Mér leið vel. Ég missti aðeins dampinn á nokkrum holum en svo kom þetta til baka. Ég hélt að hnéð yrði aðeins stífara en það var," sagði Woods sem fékk rífandi móttökur á mótinu hjá fjölda áhorfenda sem biðu spenntir eftir því að sjá Tiger spila á nýjan leik. „Ég sagði við kylfusveininn að þetta væri bara eins og við hefðum aldrei farið. Þetta var bara eins og hver annar dagur í vinnunni. Ég hélt ég yrði lengur að finna taktinn en hann var bara til staðar," sagði Tiger og viðurkenndi einnig að hafa átt von á að verða stressaðri en hann var það ekki. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það var ekki hægt að sjá neitt ryð á Tiger Woods sem snéri til baka á golfvöllinn með glans í gær eftir átta mánaða fjarveru. Tiger er að taka þátt í Match Play Championship-mótinu og rúllaði auðveldlega í næstu umferð með því að leggja Brendan Jones 3&2. Jones átti sér aldrei viðreisnar von en Tiger lék fyrstu holuna á fugli. „Mér leið vel. Ég missti aðeins dampinn á nokkrum holum en svo kom þetta til baka. Ég hélt að hnéð yrði aðeins stífara en það var," sagði Woods sem fékk rífandi móttökur á mótinu hjá fjölda áhorfenda sem biðu spenntir eftir því að sjá Tiger spila á nýjan leik. „Ég sagði við kylfusveininn að þetta væri bara eins og við hefðum aldrei farið. Þetta var bara eins og hver annar dagur í vinnunni. Ég hélt ég yrði lengur að finna taktinn en hann var bara til staðar," sagði Tiger og viðurkenndi einnig að hafa átt von á að verða stressaðri en hann var það ekki.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira