Samræður við þjóðina Gerður Kristný skrifar 28. september 2009 06:00 Allir virtust hafa skoðun á því hver ætti að verða næsti ritstjóri Morgunblaðsins en aðallega þó á því hver ætti alls ekki að verma ritstjórastólinn. Fátt þráir fólk meira en stöðugleika og það er einmitt það sem Morgunblaðið þótti sýna hér í eina tíð. Þar störfuðu sömu ritstjórarnir áratugum saman og allir vissu fyrir hvað þeir stóðu. Og þar sem Ólafur Stephensen hafði unnið undir þeim árum saman var ráðning hans ekkert sérstaklega óþægileg. Hann var hluti af gamla Mogganum en þorði samt að bjóða upp á nýjungar. Ólafur bauð þjóðinni til dæmis að senda inn myndir af glænýjum börnum og vó þar með upp á móti öllu dána fólkinu í blaðinu. Þegar Fréttablaðið var stofnað gerðu menn þar sér að leik að kalla Morgunblaðið, sinn helsta keppinaut, blað dauðans vegna minningargreinanna. Löngu síðar sá Fréttablaðið sér reyndar ekki annað fært en að fara að birta dánartilkynningar þótt enn bjóði það ekki upp á heilu minningargreinarnar - sem er synd. Þetta er nefnilega blaðaefnið sem ég rýni hvað mest í. Ég byrja á að velta fyrir mér ljóðunum og söngtextunum sem fólk dregur fram til að minnast látinna ástvina og leita síðan uppi góðar sögur. Engir eru jafnhreinskilnir og Vestmannaeyingar. Þeir lýsa fólki nákvæmlega eins og það var. Ég fer líka yfir nöfn barnanna sem halda tombólur og Velvakandi er fyrir löngu orðinn vinur minn. Þar getur fólk spurt hvar hægt sé að láta gera við gamla bangsa og nælonsokkabuxur eða slett fram fyrriparti sem það heyrði í æsku og kannað hvort einhver þekki nú ekki seinnipartinn. Stundum hefur slík umræða teygst út í það óendanlega eins og þegar einhver vildi fá að vita hvernig kvæðið Litla stúlkan með ljósa hárið eftir Jóhann Magnús Bjarnason endaði. Þær umræður spunnust vikum ef ekki mánuðum saman. Aldrei nokkurn tímann hef ég vanið mig á að lesa það sem mest er fárast yfir, leiðarann eða Reykjavíkurbréfið, nema í þau fáu skipti sem minnst hefur verið á mig þar. Nú skilst mér að reiðinnar býsn af fólki hafi sagt upp áskriftinni að Morgunblaðsins vegna nýráðinna ritstjóra en ég geng ekki svo langt nema tombólubörnunum og dána fólkinu verði úthýst. Þessir tveir hópar minna mig á hver ég var og hver ég verð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Allir virtust hafa skoðun á því hver ætti að verða næsti ritstjóri Morgunblaðsins en aðallega þó á því hver ætti alls ekki að verma ritstjórastólinn. Fátt þráir fólk meira en stöðugleika og það er einmitt það sem Morgunblaðið þótti sýna hér í eina tíð. Þar störfuðu sömu ritstjórarnir áratugum saman og allir vissu fyrir hvað þeir stóðu. Og þar sem Ólafur Stephensen hafði unnið undir þeim árum saman var ráðning hans ekkert sérstaklega óþægileg. Hann var hluti af gamla Mogganum en þorði samt að bjóða upp á nýjungar. Ólafur bauð þjóðinni til dæmis að senda inn myndir af glænýjum börnum og vó þar með upp á móti öllu dána fólkinu í blaðinu. Þegar Fréttablaðið var stofnað gerðu menn þar sér að leik að kalla Morgunblaðið, sinn helsta keppinaut, blað dauðans vegna minningargreinanna. Löngu síðar sá Fréttablaðið sér reyndar ekki annað fært en að fara að birta dánartilkynningar þótt enn bjóði það ekki upp á heilu minningargreinarnar - sem er synd. Þetta er nefnilega blaðaefnið sem ég rýni hvað mest í. Ég byrja á að velta fyrir mér ljóðunum og söngtextunum sem fólk dregur fram til að minnast látinna ástvina og leita síðan uppi góðar sögur. Engir eru jafnhreinskilnir og Vestmannaeyingar. Þeir lýsa fólki nákvæmlega eins og það var. Ég fer líka yfir nöfn barnanna sem halda tombólur og Velvakandi er fyrir löngu orðinn vinur minn. Þar getur fólk spurt hvar hægt sé að láta gera við gamla bangsa og nælonsokkabuxur eða slett fram fyrriparti sem það heyrði í æsku og kannað hvort einhver þekki nú ekki seinnipartinn. Stundum hefur slík umræða teygst út í það óendanlega eins og þegar einhver vildi fá að vita hvernig kvæðið Litla stúlkan með ljósa hárið eftir Jóhann Magnús Bjarnason endaði. Þær umræður spunnust vikum ef ekki mánuðum saman. Aldrei nokkurn tímann hef ég vanið mig á að lesa það sem mest er fárast yfir, leiðarann eða Reykjavíkurbréfið, nema í þau fáu skipti sem minnst hefur verið á mig þar. Nú skilst mér að reiðinnar býsn af fólki hafi sagt upp áskriftinni að Morgunblaðsins vegna nýráðinna ritstjóra en ég geng ekki svo langt nema tombólubörnunum og dána fólkinu verði úthýst. Þessir tveir hópar minna mig á hver ég var og hver ég verð.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun