ESB íhugar lögsókn gegn Rússum og Úkraníumönnum 14. janúar 2009 12:31 Sautján Evrópuríki eru enn án Rússagass til húshitunar þó opnað hafi verið í gær fyrir gasflæði um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu. Svo gæti farið að Evrópusambandið lögsæki ríkin tvö vegna þessa verði málið ekki leyst hið fyrsta. Rótin að þessu öllu eru deilur Rússa og Úkraínumanna um greiðslur fyrir gas frá Rússlandi. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna fyrir áramót. Leiðslur sem flytja mest af rússagasi til annarra Evrópuríkja liggja í gegnum Úkraínu. Um þær flæddi gas allt þar til í síðustu viku þegar ráðmenn í Moskvu sökuðu þá í Kænugarði um að stela af þeim leiðslum og skrúfuðu fyrir. Rússar hafa um fjórðung gasmarkaðarins á ESB svæðinu og eftir sátu íbúar fjölmargra Evrópuríkja í köldum húsum sínum í þeim fimbulkulda sem nú herjar á álfuna. Fyrir nokkrum dögum var samið um að opna fyrir gasflæði með því skilyrði að eftirlitsmenn gættu þess að jafn mikið af gasi færi um leiðslunar alla leið frá Rússlandi til viðskiptavina á hinum endanum. Það eftirlit hófst í gær og þá var skrúfað frá. Þá sögðu Úkraínumenn að þeir gætu ekki dælt gasinu til Evrópuríkja í því magni sem Rússar vildu eða eftir þeim leiðum sem þeir hefðu skilgreint. Rússar segja þetta rangt og að ráðamenn í Kænugarði hafi látið skrúfa fyrir á sínum enda. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja lítið sem ekkert gas komast á leiðarenda. Forsætisráðherrar þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í deilunni eru nú á leið til Moskvu og Úkraínu til viðræðna. Staðan er það slæm víða vegna skorts á gasi til húshitunar að á mörgum stöðum í Búlgaríu hefur orðið að loka skólum. Evrópusambandið segir mögulegt að mál verði höfðað gegn ríkjunum tveimur takist ráðamönnum ekki að leysa gasdeiluna. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sautján Evrópuríki eru enn án Rússagass til húshitunar þó opnað hafi verið í gær fyrir gasflæði um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu. Svo gæti farið að Evrópusambandið lögsæki ríkin tvö vegna þessa verði málið ekki leyst hið fyrsta. Rótin að þessu öllu eru deilur Rússa og Úkraínumanna um greiðslur fyrir gas frá Rússlandi. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna fyrir áramót. Leiðslur sem flytja mest af rússagasi til annarra Evrópuríkja liggja í gegnum Úkraínu. Um þær flæddi gas allt þar til í síðustu viku þegar ráðmenn í Moskvu sökuðu þá í Kænugarði um að stela af þeim leiðslum og skrúfuðu fyrir. Rússar hafa um fjórðung gasmarkaðarins á ESB svæðinu og eftir sátu íbúar fjölmargra Evrópuríkja í köldum húsum sínum í þeim fimbulkulda sem nú herjar á álfuna. Fyrir nokkrum dögum var samið um að opna fyrir gasflæði með því skilyrði að eftirlitsmenn gættu þess að jafn mikið af gasi færi um leiðslunar alla leið frá Rússlandi til viðskiptavina á hinum endanum. Það eftirlit hófst í gær og þá var skrúfað frá. Þá sögðu Úkraínumenn að þeir gætu ekki dælt gasinu til Evrópuríkja í því magni sem Rússar vildu eða eftir þeim leiðum sem þeir hefðu skilgreint. Rússar segja þetta rangt og að ráðamenn í Kænugarði hafi látið skrúfa fyrir á sínum enda. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja lítið sem ekkert gas komast á leiðarenda. Forsætisráðherrar þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í deilunni eru nú á leið til Moskvu og Úkraínu til viðræðna. Staðan er það slæm víða vegna skorts á gasi til húshitunar að á mörgum stöðum í Búlgaríu hefur orðið að loka skólum. Evrópusambandið segir mögulegt að mál verði höfðað gegn ríkjunum tveimur takist ráðamönnum ekki að leysa gasdeiluna.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira