Safnar ástarbréfum Íslendinga 10. mars 2009 06:00 Sunna og Landsbókasafn Íslands efna til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Öll innsend bréf verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. Vísir/GVA „Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com. Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com.
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira