Masters-mótið hafið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2009 13:45 Tiger Woods og Robert Karlsson á góðri stundu er þeir tóku æfingahring á Augusta-vellinum í gær. Nordic Photos / AFP Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Það var Ian Woosnam sem sló fyrsta höggið á mótinu en hann er í holli með þeim Chaz Reavie og Briny Baird. Augu flestra munu beinast að Tiger Woods sem hefur keppni rétt fyrir sex í dag að íslenskum tíma. Þetta er hans fyrsta risamót í átta mánuði en hann hefur verið að jafna sig á aðgerð á hné. Með sigri á mótinu vinnur hann sinn fimmta græna jakka en síðast vann Tiger þetta mót árið 2005. Það er Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman sem á titil að verja á mótinu. Það er búist við því að þeir Phil Mickelson og Padraig Harrington munu veita Tiger harða samkeppni. Ekki má gleyma Ástralinum Gerg Norman - hvíta hákarlinum - sem vann sér þátttökurétt á mótinu með því að ná þriðja sæti á opna breska meistaramótinu í fyrra. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót í golfi á sínum ferli. „Endurhæfingin hefur tekið smá tíma en í raun hefur það komið mér á óvart hversu fljótt sama gamla tilfinningin kom aftur hjá mér. Mér líður nú eins og alltaf fyrir stórmót," sagði Woods í gær. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 21 í kvöld, eða strax að loknum leik KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla. Golf Mest lesið Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Það var Ian Woosnam sem sló fyrsta höggið á mótinu en hann er í holli með þeim Chaz Reavie og Briny Baird. Augu flestra munu beinast að Tiger Woods sem hefur keppni rétt fyrir sex í dag að íslenskum tíma. Þetta er hans fyrsta risamót í átta mánuði en hann hefur verið að jafna sig á aðgerð á hné. Með sigri á mótinu vinnur hann sinn fimmta græna jakka en síðast vann Tiger þetta mót árið 2005. Það er Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman sem á titil að verja á mótinu. Það er búist við því að þeir Phil Mickelson og Padraig Harrington munu veita Tiger harða samkeppni. Ekki má gleyma Ástralinum Gerg Norman - hvíta hákarlinum - sem vann sér þátttökurétt á mótinu með því að ná þriðja sæti á opna breska meistaramótinu í fyrra. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót í golfi á sínum ferli. „Endurhæfingin hefur tekið smá tíma en í raun hefur það komið mér á óvart hversu fljótt sama gamla tilfinningin kom aftur hjá mér. Mér líður nú eins og alltaf fyrir stórmót," sagði Woods í gær. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 21 í kvöld, eða strax að loknum leik KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla.
Golf Mest lesið Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira