Masters-mótið hafið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2009 13:45 Tiger Woods og Robert Karlsson á góðri stundu er þeir tóku æfingahring á Augusta-vellinum í gær. Nordic Photos / AFP Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Það var Ian Woosnam sem sló fyrsta höggið á mótinu en hann er í holli með þeim Chaz Reavie og Briny Baird. Augu flestra munu beinast að Tiger Woods sem hefur keppni rétt fyrir sex í dag að íslenskum tíma. Þetta er hans fyrsta risamót í átta mánuði en hann hefur verið að jafna sig á aðgerð á hné. Með sigri á mótinu vinnur hann sinn fimmta græna jakka en síðast vann Tiger þetta mót árið 2005. Það er Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman sem á titil að verja á mótinu. Það er búist við því að þeir Phil Mickelson og Padraig Harrington munu veita Tiger harða samkeppni. Ekki má gleyma Ástralinum Gerg Norman - hvíta hákarlinum - sem vann sér þátttökurétt á mótinu með því að ná þriðja sæti á opna breska meistaramótinu í fyrra. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót í golfi á sínum ferli. „Endurhæfingin hefur tekið smá tíma en í raun hefur það komið mér á óvart hversu fljótt sama gamla tilfinningin kom aftur hjá mér. Mér líður nú eins og alltaf fyrir stórmót," sagði Woods í gær. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 21 í kvöld, eða strax að loknum leik KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla. Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Það var Ian Woosnam sem sló fyrsta höggið á mótinu en hann er í holli með þeim Chaz Reavie og Briny Baird. Augu flestra munu beinast að Tiger Woods sem hefur keppni rétt fyrir sex í dag að íslenskum tíma. Þetta er hans fyrsta risamót í átta mánuði en hann hefur verið að jafna sig á aðgerð á hné. Með sigri á mótinu vinnur hann sinn fimmta græna jakka en síðast vann Tiger þetta mót árið 2005. Það er Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman sem á titil að verja á mótinu. Það er búist við því að þeir Phil Mickelson og Padraig Harrington munu veita Tiger harða samkeppni. Ekki má gleyma Ástralinum Gerg Norman - hvíta hákarlinum - sem vann sér þátttökurétt á mótinu með því að ná þriðja sæti á opna breska meistaramótinu í fyrra. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót í golfi á sínum ferli. „Endurhæfingin hefur tekið smá tíma en í raun hefur það komið mér á óvart hversu fljótt sama gamla tilfinningin kom aftur hjá mér. Mér líður nú eins og alltaf fyrir stórmót," sagði Woods í gær. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 21 í kvöld, eða strax að loknum leik KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla.
Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira