Mickelson tilbúinn að snúa aftur Ómar Þorgeirsson skrifar 11. júní 2009 10:15 Phil Mickelson. Nordic photos/Getty images Golfarinn Phil Mickelson mætir aftur til keppni á golfvellinum í dag þegar hann leikur á St. Jude Classic mótinu í Memphis en kappinn er búinn að vera í fríi frá keppni undanfarið til þess að geta staðið við hlið eiginkonu sinnar sem greindist nýverið með brjóstkrabbamein. Mótið í dag verður lokaundirbúningur Mickelson fyrir keppni á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku en hinn 38 ára gamli Mickelson segist ekki gera sér almennilega grein fyrir því hvar hann stendur í leik sínum. „Undanfarnar vikur hafa tekið virkilega á og ég veit ekki enn hvernig mér á eftir að takast að höndla andlegu hliðina. Hvað varðar líkamlegu hlið golfsins þá held ég að ég sé í ágætis málum," segir Mickelson sem var um tíð í öðru sæti á heimslistanum en hefur þó aldrei unnið Opna bandaríska meistaramótið. „Ég er ekki bara að byrja að spila aftur, til þess að spila. Ég ætla að mæta á mótið vegna þess að ég hef trú á því að ég geti unnið," segir Mickelson. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfarinn Phil Mickelson mætir aftur til keppni á golfvellinum í dag þegar hann leikur á St. Jude Classic mótinu í Memphis en kappinn er búinn að vera í fríi frá keppni undanfarið til þess að geta staðið við hlið eiginkonu sinnar sem greindist nýverið með brjóstkrabbamein. Mótið í dag verður lokaundirbúningur Mickelson fyrir keppni á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku en hinn 38 ára gamli Mickelson segist ekki gera sér almennilega grein fyrir því hvar hann stendur í leik sínum. „Undanfarnar vikur hafa tekið virkilega á og ég veit ekki enn hvernig mér á eftir að takast að höndla andlegu hliðina. Hvað varðar líkamlegu hlið golfsins þá held ég að ég sé í ágætis málum," segir Mickelson sem var um tíð í öðru sæti á heimslistanum en hefur þó aldrei unnið Opna bandaríska meistaramótið. „Ég er ekki bara að byrja að spila aftur, til þess að spila. Ég ætla að mæta á mótið vegna þess að ég hef trú á því að ég geti unnið," segir Mickelson.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira