Forstjóri FME sannfærður um markaðsmisnotkun Sigríður Mogensen skrifar 10. ágúst 2009 19:05 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. Dæmi eru um fjöldamörg félög sem stóðu í undarlegum viðskiptum við bankana og með hlutabréf í bönkunum í aðdraganda hrunsins. Félög sem virðast hafa haft þann tilgang einan að kaupa hlutabréf í bönkunum, jafnvel eingöngu með láni frá bönkunum, og þar sem hlutabréfin sjálf voru ein að veði. Einnig virðist sem félögin hafi ekki ráðið því sjálf hvenær eða hvort bréfin yrðu seld. Með markaðsmisnotkun er meðal annars átt við að eiga viðskipti eða gera tilboð sem gefa verð á hlutabréfum ranglega til kynna. Einnig flokkast sýndarviðskipti undir markaðsmisnotkun en slíkt getur varðað sex ára fangelsi. Þekkt mál sem til rannsóknar eru vegna gruns um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun eru kaup Sjeiksins Al Thani á hlut í Kaupþingi síðasta haust og kaup Gertner bræðra á hlut í sama banka í júní. Einnig Tortola-félögin Holly Beach og Trenvis LTD í eigu Skúla Þorvaldssonar og Kevin Stanford. Þá má ekki gleyma Gift. Tengt Glitni má nefna Stím ehf. Félagið var að meirihluta í eigu Glitnis sem sjálfur lánaði félaginu. Hér leikur grunur á sýndarviðskiptum. Þá má nefna Imon, félag Magnúsar Ármanns. Félagið keypti hlutabréf í Landsbankanum þann 3. október síðastliðinn, þremur dögum áður en FME tók bankann yfir. Imon fjármagnaði kaupin að fullu með láni frá Landsbankanum og eina veðið var hlutabréfin sjálf. Stím málið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað. Dæmi eru um fjöldamörg félög sem stóðu í undarlegum viðskiptum við bankana og með hlutabréf í bönkunum í aðdraganda hrunsins. Félög sem virðast hafa haft þann tilgang einan að kaupa hlutabréf í bönkunum, jafnvel eingöngu með láni frá bönkunum, og þar sem hlutabréfin sjálf voru ein að veði. Einnig virðist sem félögin hafi ekki ráðið því sjálf hvenær eða hvort bréfin yrðu seld. Með markaðsmisnotkun er meðal annars átt við að eiga viðskipti eða gera tilboð sem gefa verð á hlutabréfum ranglega til kynna. Einnig flokkast sýndarviðskipti undir markaðsmisnotkun en slíkt getur varðað sex ára fangelsi. Þekkt mál sem til rannsóknar eru vegna gruns um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun eru kaup Sjeiksins Al Thani á hlut í Kaupþingi síðasta haust og kaup Gertner bræðra á hlut í sama banka í júní. Einnig Tortola-félögin Holly Beach og Trenvis LTD í eigu Skúla Þorvaldssonar og Kevin Stanford. Þá má ekki gleyma Gift. Tengt Glitni má nefna Stím ehf. Félagið var að meirihluta í eigu Glitnis sem sjálfur lánaði félaginu. Hér leikur grunur á sýndarviðskiptum. Þá má nefna Imon, félag Magnúsar Ármanns. Félagið keypti hlutabréf í Landsbankanum þann 3. október síðastliðinn, þremur dögum áður en FME tók bankann yfir. Imon fjármagnaði kaupin að fullu með láni frá Landsbankanum og eina veðið var hlutabréfin sjálf.
Stím málið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira