Spennandi plötur streyma út 8. janúar 2009 08:15 Ný U2 plata í byrjun mars. Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tónlistaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næstunni enda nóg af spennandi plötum að koma út. Ljúfi risinn Antony mætir nú loks með nýja plötu eftir að hann sló í gegn með I Am a Bird Now árið 2005. Antony sem má vel kalla Íslandsvin enda hefur hann spilað hér og dvalið, notar annan Íslandsvin til að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveitir sem munu spila með honum á tónleikum. Nico Muhly heitir sá og gaf út í fyrra plötuna Mother Tongue á vegum Bedroom Communications, fyrirtækis Valgeirs Sigurðssonar. Tonight: Franz Ferdinand verður þriðja plata skosku rokkaranna. Platan ku vera undir afrískum áhrifum á köflum og „örugg með sig og kjörin fyrir dansgólfin," eins og söngvarinn gaf nýlega út í viðtali. Nirvana-ekkjan Courtney Love kemur með aðra sólóplötu sína, Nobodys Daughter, en fyrir fimm árum reið hún ekki feitum hesti frá fyrstu sólóplötunni sinni. Courtney þykir í fínu formi þökk sé strangri rækt við búddisma. Helsta aðstoðarfólk hennar á plötunni er Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, lagahöfundurinn Linda Perry og Michael Beinhorn, sá sem tók upp hina ágætu plötu Hole, hljómsveitar Courtney, Celebrity Skin. Aftur saman, aftur á dansgólfið The Prodigy snúa aftur í fantaformi.The Prodigy kemur nú saman á ný, hljóðkarlinn Liam og söngvararnir Keith og Maxim á plötunni Invaders Must Die. Síðast var Liam einn á ferð fyrir fimm árum á plötunni Always Outnumbered, Never Outgunned. Nýja platan þykir afturhvarf til sveittrar fortíðar og frá sjónarhóli dansgólfsins þykir þetta besta Prodigy-platan síðan Music for the Jilted Generation kom út. Í byrjun mars heiðrar U2 okkur svo með tólftu sólóplötunni sinni, No Line on the Horizon. Bandið stefndi á grjótharða rokkplötu þegar pælingar hófust við plötugerðina árið 2006 og fékk Rick Rubin á takkana. Efnið sem hann var búinn að taka upp var þó sett í geymslu og gamlir jálkar úr U2-klaninu, Brian Eno, Daniel Lanois og Steve Lillywhite, fengnir til verka. Nýja platan þykir framsækin og nýjungagjörn og þeir sem hafa heyrt hana lofa álíka tónrænu nýjabrumi og á plötunni Achtung Baby. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tónlistaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næstunni enda nóg af spennandi plötum að koma út. Ljúfi risinn Antony mætir nú loks með nýja plötu eftir að hann sló í gegn með I Am a Bird Now árið 2005. Antony sem má vel kalla Íslandsvin enda hefur hann spilað hér og dvalið, notar annan Íslandsvin til að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveitir sem munu spila með honum á tónleikum. Nico Muhly heitir sá og gaf út í fyrra plötuna Mother Tongue á vegum Bedroom Communications, fyrirtækis Valgeirs Sigurðssonar. Tonight: Franz Ferdinand verður þriðja plata skosku rokkaranna. Platan ku vera undir afrískum áhrifum á köflum og „örugg með sig og kjörin fyrir dansgólfin," eins og söngvarinn gaf nýlega út í viðtali. Nirvana-ekkjan Courtney Love kemur með aðra sólóplötu sína, Nobodys Daughter, en fyrir fimm árum reið hún ekki feitum hesti frá fyrstu sólóplötunni sinni. Courtney þykir í fínu formi þökk sé strangri rækt við búddisma. Helsta aðstoðarfólk hennar á plötunni er Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, lagahöfundurinn Linda Perry og Michael Beinhorn, sá sem tók upp hina ágætu plötu Hole, hljómsveitar Courtney, Celebrity Skin. Aftur saman, aftur á dansgólfið The Prodigy snúa aftur í fantaformi.The Prodigy kemur nú saman á ný, hljóðkarlinn Liam og söngvararnir Keith og Maxim á plötunni Invaders Must Die. Síðast var Liam einn á ferð fyrir fimm árum á plötunni Always Outnumbered, Never Outgunned. Nýja platan þykir afturhvarf til sveittrar fortíðar og frá sjónarhóli dansgólfsins þykir þetta besta Prodigy-platan síðan Music for the Jilted Generation kom út. Í byrjun mars heiðrar U2 okkur svo með tólftu sólóplötunni sinni, No Line on the Horizon. Bandið stefndi á grjótharða rokkplötu þegar pælingar hófust við plötugerðina árið 2006 og fékk Rick Rubin á takkana. Efnið sem hann var búinn að taka upp var þó sett í geymslu og gamlir jálkar úr U2-klaninu, Brian Eno, Daniel Lanois og Steve Lillywhite, fengnir til verka. Nýja platan þykir framsækin og nýjungagjörn og þeir sem hafa heyrt hana lofa álíka tónrænu nýjabrumi og á plötunni Achtung Baby. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira