Boðskapurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. mars 2009 06:00 Í gær voru sex ár upp á dag síðan Íslendingar stóðu að innrás í Írak ásamt fleiri þjóðum. Vissulega var stuðningur Íslendinga meiri í orði en á borði enda hermönnum ekki fyrir að fara hér á landi, þrátt fyrir óskir margra um annað. En við stóðum engu að síður fyrir innrásinni undir forystu George W. Bush. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson héldu að með blóði Íraka gætu þeir keypt áframhalandi veru erlends herliðs hér á landi. Svo var ekki. Á mánudaginn eru önnur tímamót. Þá eru sextíu ár síðan Alþingi Íslendinga samþykkti að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu. Þjóðin klofnaði í tvær fylkingar, en í skjóli táragasskýja og kylfuhögga var samþykkt að hið nýstofnaða lýðveldi skyldi ganga í hernaðarbandalag. Þar höfum við verið síðan. Menn geta haft hver sína skoðun á Atlantshafsbandalaginu, en það er óumdeilt að það er hernaðarbandalag. Íslendingar, herlaus þjóðin, eru í liði með þjóðum sem eyða milljörðum í byssur og sprengjur. Þeir sem studdu veru okkar í bandalaginu og viðdvöl hers hér á landi vitnuðu gjarnan til þess að Ísland yrði að leggja sitt af mörkum í samfélagi siðaðra þjóða. Ekki dugaði að spila frítt með, við þyrftum að velja okkur stað með góða liðinu og leggja okkar af mörkum. Færa mætti hins vegar fyrir því rök að ýmislegt hefði breyst á síðustu 60 árum og þessi svarthvíta heimsmynd ætti ekki lengur við. Bandaríkjamenn mátu það í það minnsta þannig að ekki væri lengur þörf fyrir að vera með her hér á landi. Íslendingar töldu sig hins vegar vita betur og sömdu við aðrar þjóðir um að koma með loftheri sína hingað til lands. Á síðasta ári eyddu Íslendingar um 1,4 milljörðum króna í varnarmál, þar með talið aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aronska var það nefnt þegar menn hugsuðu um varnir landsins krónum og aurum og vildu græða sem mest á veru hers hér og þótti ekki par fínt. Það er líka einfalt að hefja sig yfir slíka hugsun og í stóru samhengi hlutanna er 1,4 milljarður kannski ekki mikið. Einhver myndi segja að Íslendingar hefðu færi á að boða nýja hugsun í nýjum heimi. Gætu horfið frá 60 ára gamalli hernaðarhyggju og boðað frið og samvinnu þjóða í millum. Þá væri til einhvers unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Í gær voru sex ár upp á dag síðan Íslendingar stóðu að innrás í Írak ásamt fleiri þjóðum. Vissulega var stuðningur Íslendinga meiri í orði en á borði enda hermönnum ekki fyrir að fara hér á landi, þrátt fyrir óskir margra um annað. En við stóðum engu að síður fyrir innrásinni undir forystu George W. Bush. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson héldu að með blóði Íraka gætu þeir keypt áframhalandi veru erlends herliðs hér á landi. Svo var ekki. Á mánudaginn eru önnur tímamót. Þá eru sextíu ár síðan Alþingi Íslendinga samþykkti að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu. Þjóðin klofnaði í tvær fylkingar, en í skjóli táragasskýja og kylfuhögga var samþykkt að hið nýstofnaða lýðveldi skyldi ganga í hernaðarbandalag. Þar höfum við verið síðan. Menn geta haft hver sína skoðun á Atlantshafsbandalaginu, en það er óumdeilt að það er hernaðarbandalag. Íslendingar, herlaus þjóðin, eru í liði með þjóðum sem eyða milljörðum í byssur og sprengjur. Þeir sem studdu veru okkar í bandalaginu og viðdvöl hers hér á landi vitnuðu gjarnan til þess að Ísland yrði að leggja sitt af mörkum í samfélagi siðaðra þjóða. Ekki dugaði að spila frítt með, við þyrftum að velja okkur stað með góða liðinu og leggja okkar af mörkum. Færa mætti hins vegar fyrir því rök að ýmislegt hefði breyst á síðustu 60 árum og þessi svarthvíta heimsmynd ætti ekki lengur við. Bandaríkjamenn mátu það í það minnsta þannig að ekki væri lengur þörf fyrir að vera með her hér á landi. Íslendingar töldu sig hins vegar vita betur og sömdu við aðrar þjóðir um að koma með loftheri sína hingað til lands. Á síðasta ári eyddu Íslendingar um 1,4 milljörðum króna í varnarmál, þar með talið aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aronska var það nefnt þegar menn hugsuðu um varnir landsins krónum og aurum og vildu græða sem mest á veru hers hér og þótti ekki par fínt. Það er líka einfalt að hefja sig yfir slíka hugsun og í stóru samhengi hlutanna er 1,4 milljarður kannski ekki mikið. Einhver myndi segja að Íslendingar hefðu færi á að boða nýja hugsun í nýjum heimi. Gætu horfið frá 60 ára gamalli hernaðarhyggju og boðað frið og samvinnu þjóða í millum. Þá væri til einhvers unnið.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun