Umfjöllun: Sigurbjörn tryggði Val sigur á KA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júlí 2009 18:46 Baldur Aðalsteinsson reynir skot að marki KA í kvöld. Mynd/Arnþór Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hetja Valsmanna er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á KA með marki í lok framlengingarinnar. Þetta var leikur í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 2-2. Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Helga Sigurðssonar og Marel Baldvinssonar. En þeir David Disztl og Andri Fannar Stefánsson jöfnuðu fyrir KA. Staðan var 1-1 í hálfleik. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega en bæði lið áttu ágætar sóknir. Á 12. mínútu komust heimamenn í góða sókn er Baldur Aðalsteinsson bar upp boltann á hægri kantinum og gaf inn á teiginn. Þar náði Marel Baldvinsson að taka niður boltann og leggja hann laglega fyrir Helga sem stýrði boltanum í markhornið. Einkar lagleg sókn hjá Valsmönnum. Eftir þetta fékk Valur nokkur efnileg færi hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það dró hins vegar af gestunum að norðan eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn og gekk þeim lítið gegn sterkri vörn Valsmanna. Þar til á 43. mínútu. KA fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Haukar Heiðar Hauksson gaf háa sendingu inn á teig. Haraldur Björnsson í marki Vals misreiknaði sendinguna og náði David Disztl að skalla yfir hann í autt markið. En þó svo að markið hafi komið gegn gangi leiksins mættu KA-menn mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og sóttu grimmt. Besta færið fékk Guðmundur Óli Steingrímsson sem átti skalla að marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dean Martin. Haraldur Björnsson varði hins vegar vel í marki Vals. En stuttu síðar var aftur skorað gegn gangi leiksins. Helgi Sigurðsson gerði vel á hægri kantinum og lék á einn leikmann KA. Hann kom boltanum út í teig, á Baldur Aðalsteinsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Marel var mættur á fjarstöng og skoraði í autt markið. En KA-menn gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja. Miðvallarleikmaðurinn efnilegi, Andri Fannar Stefánsson, fékk boltann á 61. mínútu rétt utan víteigs og lét vaða að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Vals en hafnaði svo í netinu. Laglegt skot sem Haraldur náði ekki að verja. Eftir þetta fóru Valsmenn fyrst að láta til sín taka á nýjan leik en síðari hálfleikurinn hafði verið eign gestanna fram að því. Marel fékk gott færi í víteteignum en skaut yfir. Síðar komst varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson í ágæt færi í tvígang en skaut í bæði skiptin í stað þess að gefa á félaga sína sem voru í betri stöðu en hann. Helgi Sigurðsson fékk svo tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma en Sandor Matus sá vel við honum. Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Viktor Unnar Illugason komst í gott skotfæri hjá Val en skaut framhjá. Þá átti Bjarni Ólafur Eiríksson gott skot að löngu færi en það var varið í horn. Besta færið fengu þó leikmenn KA. Fyrst átti Disztl lúmskt skot með bakfallsspyrnu sem Haraldur varði með naumindum. Í kjölfarið fékk Andri Fannar kjörið skotfæri í teignum en hitti ekki rammann. Valsmenn sóttu stíft í síðari hálfleik framlengingarinnar og áttu margar ágætar marktilraunir. Lukkudísirnar virtust einfaldlega ekki á þeirra bandi. Til að mynda kom Marel Baldvinsson skoti framhjá Matus í marki KA en þá varði Haukur Heiðar Hauksson á línu. En á 117. mínútu kom loksins sigurmarkið. Sigurbjörn Hreiðarsson fékk þá boltann rétt utan vítateigs eftir ágætan undirbúning Bjarna Ólafs. Sigurbjörn átti glæsilegt skot að marki sem Matus náði ekki að verja og þar við sat.Valur - KA 3-2 1-0 Helgi Sigurðsson (11.) 1-1 David Disztl (43.) 2-1 Marel Baldvinsson (56.) 2-2 Andri Fannar Stefánsson (61.) 3-2 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (117.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 592. Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 29-9 (11-5)Varin skot: Haraldur 3 - Matus 8.Horn: 9-4Aukaspyrnur fengnar: 19-17Rangstöður: 3-3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson Ian Jeffs (gult) Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Bjarni Ólafur Eiríksson Baldur Aðalsteinsson (56. Ólafur Páll Snorrason) (62. Viktor Unnar Illugason) (gult) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (gult) Baldur Bett (gult) Pétur Georg Markan (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Helgi Sigurðsson Marel BaldvinssonKA (4-5-1): Sandor Matus Haukur Heiðar Hauksson Norbert Farkas Þórður Arnar Þórðarson Hjalti Már Hauksson Guðmundir Óli Steingrímsson (106. Orri Gústafsson) Arnar Már Guðjónsson Srdjan Tufegdzig Andri Fannar Stefánsson Dean Martin (91. Ingi Freyr Hilmarsson) David Disztl Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. 6. júlí 2009 21:32 Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. 6. júlí 2009 21:45 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hetja Valsmanna er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á KA með marki í lok framlengingarinnar. Þetta var leikur í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 2-2. Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Helga Sigurðssonar og Marel Baldvinssonar. En þeir David Disztl og Andri Fannar Stefánsson jöfnuðu fyrir KA. Staðan var 1-1 í hálfleik. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega en bæði lið áttu ágætar sóknir. Á 12. mínútu komust heimamenn í góða sókn er Baldur Aðalsteinsson bar upp boltann á hægri kantinum og gaf inn á teiginn. Þar náði Marel Baldvinsson að taka niður boltann og leggja hann laglega fyrir Helga sem stýrði boltanum í markhornið. Einkar lagleg sókn hjá Valsmönnum. Eftir þetta fékk Valur nokkur efnileg færi hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það dró hins vegar af gestunum að norðan eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn og gekk þeim lítið gegn sterkri vörn Valsmanna. Þar til á 43. mínútu. KA fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Haukar Heiðar Hauksson gaf háa sendingu inn á teig. Haraldur Björnsson í marki Vals misreiknaði sendinguna og náði David Disztl að skalla yfir hann í autt markið. En þó svo að markið hafi komið gegn gangi leiksins mættu KA-menn mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og sóttu grimmt. Besta færið fékk Guðmundur Óli Steingrímsson sem átti skalla að marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dean Martin. Haraldur Björnsson varði hins vegar vel í marki Vals. En stuttu síðar var aftur skorað gegn gangi leiksins. Helgi Sigurðsson gerði vel á hægri kantinum og lék á einn leikmann KA. Hann kom boltanum út í teig, á Baldur Aðalsteinsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Marel var mættur á fjarstöng og skoraði í autt markið. En KA-menn gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja. Miðvallarleikmaðurinn efnilegi, Andri Fannar Stefánsson, fékk boltann á 61. mínútu rétt utan víteigs og lét vaða að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Vals en hafnaði svo í netinu. Laglegt skot sem Haraldur náði ekki að verja. Eftir þetta fóru Valsmenn fyrst að láta til sín taka á nýjan leik en síðari hálfleikurinn hafði verið eign gestanna fram að því. Marel fékk gott færi í víteteignum en skaut yfir. Síðar komst varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson í ágæt færi í tvígang en skaut í bæði skiptin í stað þess að gefa á félaga sína sem voru í betri stöðu en hann. Helgi Sigurðsson fékk svo tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma en Sandor Matus sá vel við honum. Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Viktor Unnar Illugason komst í gott skotfæri hjá Val en skaut framhjá. Þá átti Bjarni Ólafur Eiríksson gott skot að löngu færi en það var varið í horn. Besta færið fengu þó leikmenn KA. Fyrst átti Disztl lúmskt skot með bakfallsspyrnu sem Haraldur varði með naumindum. Í kjölfarið fékk Andri Fannar kjörið skotfæri í teignum en hitti ekki rammann. Valsmenn sóttu stíft í síðari hálfleik framlengingarinnar og áttu margar ágætar marktilraunir. Lukkudísirnar virtust einfaldlega ekki á þeirra bandi. Til að mynda kom Marel Baldvinsson skoti framhjá Matus í marki KA en þá varði Haukur Heiðar Hauksson á línu. En á 117. mínútu kom loksins sigurmarkið. Sigurbjörn Hreiðarsson fékk þá boltann rétt utan vítateigs eftir ágætan undirbúning Bjarna Ólafs. Sigurbjörn átti glæsilegt skot að marki sem Matus náði ekki að verja og þar við sat.Valur - KA 3-2 1-0 Helgi Sigurðsson (11.) 1-1 David Disztl (43.) 2-1 Marel Baldvinsson (56.) 2-2 Andri Fannar Stefánsson (61.) 3-2 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (117.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 592. Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 29-9 (11-5)Varin skot: Haraldur 3 - Matus 8.Horn: 9-4Aukaspyrnur fengnar: 19-17Rangstöður: 3-3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson Ian Jeffs (gult) Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Bjarni Ólafur Eiríksson Baldur Aðalsteinsson (56. Ólafur Páll Snorrason) (62. Viktor Unnar Illugason) (gult) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (gult) Baldur Bett (gult) Pétur Georg Markan (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Helgi Sigurðsson Marel BaldvinssonKA (4-5-1): Sandor Matus Haukur Heiðar Hauksson Norbert Farkas Þórður Arnar Þórðarson Hjalti Már Hauksson Guðmundir Óli Steingrímsson (106. Orri Gústafsson) Arnar Már Guðjónsson Srdjan Tufegdzig Andri Fannar Stefánsson Dean Martin (91. Ingi Freyr Hilmarsson) David Disztl
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. 6. júlí 2009 21:32 Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. 6. júlí 2009 21:45 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. 6. júlí 2009 21:32
Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. 6. júlí 2009 21:45
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn