Innlent

Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd

Höskuldur Kári Schram skrifar

Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins.

Nefnd sem skipuð verður níu þingmönnum verður ætlað að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kemur út í næsta mánuði.

Kosið verður í nefndina á morgun en hún meðal annars að skoða möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins.

Samkvæmt núgildandi lögum fyrnist ráðherraábyrgð á þremur árum og er þá miðað við upphaf formlegrar rannsóknar.

Allsherjarnefnd Alþingis miðar upphaf rannsóknar við skipan þingmannanefndarinnar sem þýðir að hugsanleg embættisafglöp fyrir desembermánuð 2006 teljast vera fyrnd.

Þetta þýðir að ráðherraábyrgð Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar kemur ekki til skoðunar.

Davíð lét af þingmennsku árið 2005 og Halldór ári seinna eða sumarið 2006.

Davíð og Halldór fóru meðal annars fyrir sérstakri ráðherranefnd um einkavæðingu bankanna en rætt var um mikla erlenda fjárfestingu í tengslum við söluna á Landsbankanum - en en það reyndist síðan vera lán úr Búnaðarbankanum sem enn hefur ekki verið greitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×