Friðrik Þór og von Trier með myndlistarsýningu Höskuldur Daði Magnússon skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Hér er ein mynda Friðriks, fræg sena úr Börnum náttúrunnar. Kínverskir verktakar halda verkinu uppi, en það er 2,80 sinnum 3,20 metrar að stærð. Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers. „Þeir hafa hvor um sig valið sex ramma úr þessum kvikmyndum og þeir voru síðan málaðir í Kína. Listaverkin urðu til hjá handverksmönnum þar, í anda fjöldaframleiðslu eins og bíómyndir eru gerðar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð 3. september og undirbúningur er því á lokastigi. Verkin eru á leið til landsins frá Kína, en verk von Triers koma fyrst við hjá honum í Danmörku. Verkin eru reyndar engin smásmíði, 2,80 metrar sinnum 3,20. Soffía segir að verkin komi ekki fullmótuð frá verktökunum í Kína. Listamennirnir Friðrik og von Trier fái verkin í hendur og setji þá handbragð sitt á þau; einhvers konar fingrafar eða undirskrift. Ari Alexander hefur auk þess tekið saman eins konar sinfóníu úr verkum leikstjóranna beggja og verður því verki varpað á skjái í sýningarsalnum. Sýningin er haldin á sama tíma og RIFF og Nordisk Panorama og verður sameiginleg dagskrá í Hafnarhúsinu af því tilefni. Hins vegar er ólíklegt að Lars von Trier verði viðstaddur opnunina: „Hann er ferðafælinn mjög. Því miður gerum við ekki ráð fyrir því að hann komi,“ segir Soffía. Myndlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers. „Þeir hafa hvor um sig valið sex ramma úr þessum kvikmyndum og þeir voru síðan málaðir í Kína. Listaverkin urðu til hjá handverksmönnum þar, í anda fjöldaframleiðslu eins og bíómyndir eru gerðar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð 3. september og undirbúningur er því á lokastigi. Verkin eru á leið til landsins frá Kína, en verk von Triers koma fyrst við hjá honum í Danmörku. Verkin eru reyndar engin smásmíði, 2,80 metrar sinnum 3,20. Soffía segir að verkin komi ekki fullmótuð frá verktökunum í Kína. Listamennirnir Friðrik og von Trier fái verkin í hendur og setji þá handbragð sitt á þau; einhvers konar fingrafar eða undirskrift. Ari Alexander hefur auk þess tekið saman eins konar sinfóníu úr verkum leikstjóranna beggja og verður því verki varpað á skjái í sýningarsalnum. Sýningin er haldin á sama tíma og RIFF og Nordisk Panorama og verður sameiginleg dagskrá í Hafnarhúsinu af því tilefni. Hins vegar er ólíklegt að Lars von Trier verði viðstaddur opnunina: „Hann er ferðafælinn mjög. Því miður gerum við ekki ráð fyrir því að hann komi,“ segir Soffía.
Myndlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira