,,Armageddon" ef bandarískar skuldir hætta að seljast 25. september 2009 11:09 Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. Þessi orð lét Robertson falla í viðtali á CNBC stöðinni en hann telur að ríkissjóður Bandaríkjanna sé orðinn alltof háður fyrrgreindum þjóðum sem hafa verið duglegar við að taka að sér skuldir sjóðsins með kaupum á ríkisskuldabréfum. „Ég veit ekki hvar annarsstaðar við ættum að fá fjármagn. Ég tel að við höfum komið okkur í skelfilega stöðu og tel að við ættum að reyna að koma okkur út úr henni," segir Robertson. Fram kom í máli Robertson að fari svo að Japanir og Kínverjar gefist upp á bandarískum ríkisskuldabréfakaupum sé óðaverðbólga framundan í Bandaríkjunum. „Við gætum auðveldlega horft fram á 15 til 20% verðbólgu," segir hann. „Það er brjálæði að við höfum komið okkur í þá stöðu að vera jafnháð þessum þjóðum." Annað sem veldur Robertson áhyggjum í þessum sambandi er að í augnablikinu eru Japanir og Kínverjar aðeins að kaupa ríkisskuldabréf til styttri tíma. „Við getum ekki lengur selt þeim bréf til lengri tíma," segir Robertson. „Og þið vitið að sögulega hefur fólk sem tekur lán til styttri tíma ætíð brennt sig á slíku." Lausnin á þessu vandamáli er að mati Robertson að Bandaríkin verða að nota vöxt og sparnað til að snúa þróuninni við. Það verður að spara og skera niður, hætta eyðslu og draga úr umsvifum. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Julian Robertson stofnandi og stjórnarformaður Tiger Management segir að það muni liggja við heimsendi (Armageddon) ef Japanir og Kínverjar gefist upp á að kaupa bandarískar skuldir, það er ríkisskuldabréf. Þessi orð lét Robertson falla í viðtali á CNBC stöðinni en hann telur að ríkissjóður Bandaríkjanna sé orðinn alltof háður fyrrgreindum þjóðum sem hafa verið duglegar við að taka að sér skuldir sjóðsins með kaupum á ríkisskuldabréfum. „Ég veit ekki hvar annarsstaðar við ættum að fá fjármagn. Ég tel að við höfum komið okkur í skelfilega stöðu og tel að við ættum að reyna að koma okkur út úr henni," segir Robertson. Fram kom í máli Robertson að fari svo að Japanir og Kínverjar gefist upp á bandarískum ríkisskuldabréfakaupum sé óðaverðbólga framundan í Bandaríkjunum. „Við gætum auðveldlega horft fram á 15 til 20% verðbólgu," segir hann. „Það er brjálæði að við höfum komið okkur í þá stöðu að vera jafnháð þessum þjóðum." Annað sem veldur Robertson áhyggjum í þessum sambandi er að í augnablikinu eru Japanir og Kínverjar aðeins að kaupa ríkisskuldabréf til styttri tíma. „Við getum ekki lengur selt þeim bréf til lengri tíma," segir Robertson. „Og þið vitið að sögulega hefur fólk sem tekur lán til styttri tíma ætíð brennt sig á slíku." Lausnin á þessu vandamáli er að mati Robertson að Bandaríkin verða að nota vöxt og sparnað til að snúa þróuninni við. Það verður að spara og skera niður, hætta eyðslu og draga úr umsvifum.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira