Golf

Tiger er sjö höggum á eftir efstu mönnum á Mastersmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Wood var ekki alltof sáttur með sína frammistöðu í dag.
Tiger Wood var ekki alltof sáttur með sína frammistöðu í dag. Mynd/AFP

Tiger Woods náði ekki að bæta stöðu sína á öðrum degi Mastersmótsins í golfi en hann lék annan hringinn á pari og er á tveimur höggum undir pari. Bandaríkjamennirnir Kenny Perry og Chad Campbell eru efstir og jafnir en þeir hafa spilað fyrstu 36 holurnar á 9 höggum undir pari. Öðrum degi er ekki lokið.

Chad Campbell var með forustuna eftir fyrsta daginn þegar hann lék á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Campbell lék annan hringinn á tveimur höggum undir pari.

Hinn 48 ára gamli Kenny Perry lék á fimm höggum undir pari en hann var á fjórum höggum undir pari á fyrsta hringnum. Perry tapaði ekki einu einasta höggi i dag og fékk par eða betra á öllum 18 holunum.

„Ég fór illa með mörg góð tækifæri í dag. Maður verður að vera þolinmóður. Ég púttaði reyndar aðeins betur en fyrsta daginn en það gaf mér þó ekki mikið. Ég verð að pútta enn betur og vonandi kemst ég í gang," sagði Tiger Woods eftir hringinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×