Valsmenn halda áfram að týna til sín leikmenn frá KR. Nú síðast var það markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir en áður hafði Embla Grétarsdóttir komið frá Vesturbæjarliðinu. Fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld.
María Björg er ein af þeim markvörðum sem hafa verið í landsliðinu og hún ætlar eflaust að selja sig dýrt til þess að komast í hópinn fyrir EM í ágúst.
Hún varði mark Íslands í umspilsleikjunum gegn Írum og stóð sig með miklum sóma.