Íslenski boltinn

Þetta var ekki umferð toppliðanna í 1. deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd úr leik Hauka og Leiknis á Ásvöllum. Haukar voru eina toppliðið sem fékk stig.
Mynd úr leik Hauka og Leiknis á Ásvöllum. Haukar voru eina toppliðið sem fékk stig. Mynd/Valli

Spennan í 1. deild karla magnaðist mikið eftir leiki 12. umferðarinnar sem lauk í gær. Selfoss fékk tækifæri til að stórauka forskot sitt en örlög liðsins urðu svipuð að allra hinna liðanna í efstu sætunum.

Liðin í efstu fjórum sætunum tókst ekki að landa sigri í þessari tólftu umferð og aðeins Haukum tókst að ná í stig en þeir gerðu jafntefli á heimavelli á móti Leikni. Selfoss, HK og Fjarðabyggð töpuðu öll sínum leikjum.

Selfoss er því enn með fimm stiga forskot á Hauka þrátt fyrir tap á móti KA fyrir norðan en sigur KA-manna kom þeim aftur á móti upp fyrir bæði HK og Fjarðabyggð og alla leið upp í 3. sætið.

Víkingar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir fóru illa með nafna sína frá Ólafsvík og eru farnir að nálgast baráttuna um sæti í Pepsi-deild karla. Þegar 10 umferðir eru eftir af mótinu þá munar aðeins þremur stigum á Haukum (2. sæti) og Víkingum sem eru nú í 6. sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×