Íslenski boltinn

Margrét Lára var búin að bíða í 521 mínútu eftir marki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir er aftur búin að finna skotskóna með íslenska landsliðinu.
Margrét Lára Viðarsdóttir er aftur búin að finna skotskóna með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm

Margrét Lára Viðarsdóttir var aftur á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Englandi í gær. Þetta var 44. landsliðsmark hennar í 52 leikjum en jafnframt það fyrsta síðan að hún skoraði í sigurleiknum á móti Írlandi 30. október í fyrra.

Margrét Lára var búin að skora 22 mörk í fyrstu 20 leikjunum undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar þegar hún skoraði eitt þriggja marka Íslands í sigrinum mikilvæga á Írum þar af gerði hún 14 mörk í 11 landsleikjum árið 2008.

Margrét Lára hafi hinsvegar ekki náð að skora á árinu 2009 fyrir leikinn í Colchester sem var sjötti landsleikur ársins. Hún var því búin að bíða í 521 mínútu eftir að fagna marki með íslenska kvennalandsliðinu og því er hægt að fullyrða það að markið hennar í gær hafi verið langþráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×