Engar bollur í bandið 7. janúar 2009 09:00 Nýr gítarleikari í Dresscode þarf að vera fjölhæfur, reglumaður og má ekki vera bolla. „Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara," segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, tónlistarmaður og fyrrum Idol-stjarna. Í nógu er að snúast hjá Davíð Smára. Hann segir allt brjálað að gera í líkamsræktinni og virðist kreppan ekki draga úr fólki nema síður sé. Davíð segir til sannfærandi kenningar þess efnis að í kreppu fari fólk að huga að heilsu sinni. Líkamsræktin virðist því ekki hafa verið bundin við uppana og peningaliðið. Og svo er það tónlistin. Hljómsveitin Dresscode hefur nú verið að í um ár og Davíð segir hljómsveitina verulega þétta. Þetta er dansiballahljómsveit, „cover-band" og spilar allan fjárann. „Þetta er þrusuband. Við tókum ball á Ránni í Keflavík um áramótin og þar flugu tanngarðar vinstri hægri. Ekki þó í slagsmálum heldur fjöri," segir Davíð Smári. Nóg er að gera: Fyrir höndum eru árshátíðir, böll á skemmtistöðum og skólum… allur pakkinn. Og þær eru nokkuð strangar kröfurnar sem verðandi gítarleikari þarf að uppfylla. „Já, hann verður að ganga heill til skógar. Vera reglumaður, fjölhæft kvikindi á gítarinn og vera til í að taka á því í ræktinni með mér. Engar bollur koma til greina," segir Davíð. Og þrengist þá heldur hringurinn. „Já, vá, þetta er komið niður í einhverja fjóra mögulega," segir Davíð léttur í bragði. Séu einhverjir gítarleikarar sem telja sig standast þessar kröfur þá er um að gera að hringja í söngvarann og melda sig. Verði margir um hituna verða áheyrnarprufur. „Á Hótel Sögu. Á sama tíma og Idol-prufurnar." - jbg Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Gítarleikarinn okkar, þrusugítarfantur, Gunnar Hilmarsson, er í djassnámi. Og nú vantar okkur í Dresscode gítarleikara," segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, tónlistarmaður og fyrrum Idol-stjarna. Í nógu er að snúast hjá Davíð Smára. Hann segir allt brjálað að gera í líkamsræktinni og virðist kreppan ekki draga úr fólki nema síður sé. Davíð segir til sannfærandi kenningar þess efnis að í kreppu fari fólk að huga að heilsu sinni. Líkamsræktin virðist því ekki hafa verið bundin við uppana og peningaliðið. Og svo er það tónlistin. Hljómsveitin Dresscode hefur nú verið að í um ár og Davíð segir hljómsveitina verulega þétta. Þetta er dansiballahljómsveit, „cover-band" og spilar allan fjárann. „Þetta er þrusuband. Við tókum ball á Ránni í Keflavík um áramótin og þar flugu tanngarðar vinstri hægri. Ekki þó í slagsmálum heldur fjöri," segir Davíð Smári. Nóg er að gera: Fyrir höndum eru árshátíðir, böll á skemmtistöðum og skólum… allur pakkinn. Og þær eru nokkuð strangar kröfurnar sem verðandi gítarleikari þarf að uppfylla. „Já, hann verður að ganga heill til skógar. Vera reglumaður, fjölhæft kvikindi á gítarinn og vera til í að taka á því í ræktinni með mér. Engar bollur koma til greina," segir Davíð. Og þrengist þá heldur hringurinn. „Já, vá, þetta er komið niður í einhverja fjóra mögulega," segir Davíð léttur í bragði. Séu einhverjir gítarleikarar sem telja sig standast þessar kröfur þá er um að gera að hringja í söngvarann og melda sig. Verði margir um hituna verða áheyrnarprufur. „Á Hótel Sögu. Á sama tíma og Idol-prufurnar." - jbg
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira