Tónlist og líf þjóðar Þorvaldur Gylfason skrifar 30. júlí 2009 00:01 Brasilía er mér vitanlega eina land heimsins, þar sem alþjóðaflugvöllur heitir í höfuðið á tónskáldi. Flugvöllurinn í Ríó de Janeiro er kenndur við bossanóvakónginn Tom Jobim. Hann samdi Stúlkan frá Ípanema og Desafinado (Röng tóntegund), svo að tvö af þekktustu lögum hans séu nefnd. Og hvað með það? - spyrð þú. Brasilíumenn taka tónlist alvarlega, mjög alvarlega. Brasilía var - nú ætla ég að nota efsta stig - mesta veldi heimsins í alþýðutónlist á 20. öld frá mínum bæjardyrum séð, stóð feti framar Bandaríkjunum, og stendur enn. Heitor Villa-Lobos (1887-1959), fremsta tónskáld landsins fyrr og síðar, lagði línurnar. Yngri menn stóðu á öxlum hans. Gömul tónlistarmenning Brasilíu er samofin litríku lífinu um þetta mikla land, sem er stærra að flatarmáli en meginland Bandaríkjanna að Alaska undanskildu. Brasilía er bræðslupottur margra kynþátta og þjóða líkt og Bandaríkin. Löndin „fundust" um svipað leyti, Bandaríkin 1492 og Brasilía 22. apríl 1500; dagsetningin vitnar um ríka þjóðarvitund (ég segi erlendum vinum mínum, að Ingólfur Arnarson hafi numið land í Reykjavík 874 kl. 9). Brasilía var lengi fram eftir 20. öldinni kölluð land framtíðarinnar. Þangað fór austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig ásamt konu sinni eftir að hafa í annað sinn tapað öllu í heimalandi sínu af völdum ófriðar. Hann skrifaði fallega bók um Brasilíu (Brasilien: Ein Land der Zukunft) með sömu upphafningu og hann hafði áður skrifað Veröld sem var um Evrópu og stytti sér síðan aldur þar 1942 og þau hjónin bæði. Bossa nova er BrasilíaBandaríkin gáfu heiminum djassinn á 20. öld, og Brasilía gaf heiminum bossa nova, sem útleggst ný leið. En fyrst kom kórinn, sem Brasilíumenn kalla svo, eða choro: það eru hljómfögur og fjörleg verk fyrir litlar hljómsveitir, einkum strengi og blásturshljóðfæri, eins konar danslög; seiðandi sömbutakturinn óx fram úr þessari fallegu tónlist. Síðar ortu skáldin kvæði við mörg þessara laga til söngs. Frægast þeirra er kannski Carinhoso (Ástúðlega) frá 1917 eftir Pixinguinha (1897-1973), hann spilaði ýmist á flautu eða saxófón. Mér skilst, að flestir Brasilíubúar kunni bæði lagið og textann líkt og Íslendingar kunna Ísland ögrum skorið, nema brasilíska lagið er óður til ástarinnar, ekki til landsins. Finnski kvikmyndagerðarmaðurinn Mika Kaurismäki, sem býr í Brasilíu, hefur gert dásamlega heimildarmynd um choro (Brasileirinho), þar sem sumir fremstu chorotúlkendur landsins leika listir sínar af mikilli snilld. Chorotónlistin var mest höfð til heimabrúks. Höfundar hennar og flytjendur lögðu grunninn að bossanóvabyltingunni 1958-63, sem fór eins og eldur í sinu um heiminn. Þetta var afslöppuð og áhyggjulaus millistéttartónlist. Textarnir fjölluðu um fallegar stelpur á ströndinni í Río og þess háttar. Þarna fóru fremst í flokki tónskáldin Tom Jobim (1927-94) og João Gilberto (1931-) og ljóðskáldið Vinicius de Moraes (1913-80). Þeir drógu úr trumbuslættinum frá fyrri tíð og ruddu nýjar brautir í ríkulegri raddsetningu, svo að flóknir og stundum stríðir hljómar urðu þýðir í eyrum hlustandans. Fótbolti og bossa nova bera hróður Brasilíu út um allan heim í áþekkum hlutföllum. Þriðja bylgjanHerforingjar tóku völdin í Brasilíu 1964. Draumurinn um land framtíðarinnar dofnaði, nei, hann sofnaði. Áhyggjulausir bossanóvasöngvar áttu ekki lengur við. Caetano Veloso var þá átján ára upprennandi tónlistarmaður og mátti ekki til þess hugsa, að bandarísk afþreyingarmúsík flæddi yfir Brasilíu líkt og stórfyrirtækin, sem höfðu komið herforingjaklíkunni til valda með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Honum fannst Elvis Presley vera þunnur þrettándi, ekki bara músíkin, heldur innihaldið. Hvar var þjóðfélagsgagnrýnin? Hvar var samúðin með fátæku fólki?Upp úr þessari heitu hugsjón spratt þriðja bylgjan í brasilískri tónlist á 20. öld, tropicalismo, taktfast, fágað, fjölbreytt, rammbrasilískt rokk með afrísku og karabísku ívafi. Caetano Veloso stóð stoltur á öxlum Gilbertos og Jobims og vann með þeim, en fór nýjar leiðir. Textarnir hans leiddu fyrst til fangavistar heima fyrir og síðan til langrar útlegðar í London. Hann sneri heim aftur þjóðhetja. Hann hefur gefið út mikinn fjölda diska, hvern öðrum frumlegri og fallegri, og er enn að. Bítlarnir komast ekki með tærnar þar sem Caetano Veloso hefur hælana. Honum svipar frekar til klassískra tónskálda. Hann á það til að taka lagið á börunum í Ríó, ef hann á leið hjá. Í New York heldur hann konserta í Carnegie Hall eins og Jobim og Gilberto gerðu áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun
Brasilía er mér vitanlega eina land heimsins, þar sem alþjóðaflugvöllur heitir í höfuðið á tónskáldi. Flugvöllurinn í Ríó de Janeiro er kenndur við bossanóvakónginn Tom Jobim. Hann samdi Stúlkan frá Ípanema og Desafinado (Röng tóntegund), svo að tvö af þekktustu lögum hans séu nefnd. Og hvað með það? - spyrð þú. Brasilíumenn taka tónlist alvarlega, mjög alvarlega. Brasilía var - nú ætla ég að nota efsta stig - mesta veldi heimsins í alþýðutónlist á 20. öld frá mínum bæjardyrum séð, stóð feti framar Bandaríkjunum, og stendur enn. Heitor Villa-Lobos (1887-1959), fremsta tónskáld landsins fyrr og síðar, lagði línurnar. Yngri menn stóðu á öxlum hans. Gömul tónlistarmenning Brasilíu er samofin litríku lífinu um þetta mikla land, sem er stærra að flatarmáli en meginland Bandaríkjanna að Alaska undanskildu. Brasilía er bræðslupottur margra kynþátta og þjóða líkt og Bandaríkin. Löndin „fundust" um svipað leyti, Bandaríkin 1492 og Brasilía 22. apríl 1500; dagsetningin vitnar um ríka þjóðarvitund (ég segi erlendum vinum mínum, að Ingólfur Arnarson hafi numið land í Reykjavík 874 kl. 9). Brasilía var lengi fram eftir 20. öldinni kölluð land framtíðarinnar. Þangað fór austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig ásamt konu sinni eftir að hafa í annað sinn tapað öllu í heimalandi sínu af völdum ófriðar. Hann skrifaði fallega bók um Brasilíu (Brasilien: Ein Land der Zukunft) með sömu upphafningu og hann hafði áður skrifað Veröld sem var um Evrópu og stytti sér síðan aldur þar 1942 og þau hjónin bæði. Bossa nova er BrasilíaBandaríkin gáfu heiminum djassinn á 20. öld, og Brasilía gaf heiminum bossa nova, sem útleggst ný leið. En fyrst kom kórinn, sem Brasilíumenn kalla svo, eða choro: það eru hljómfögur og fjörleg verk fyrir litlar hljómsveitir, einkum strengi og blásturshljóðfæri, eins konar danslög; seiðandi sömbutakturinn óx fram úr þessari fallegu tónlist. Síðar ortu skáldin kvæði við mörg þessara laga til söngs. Frægast þeirra er kannski Carinhoso (Ástúðlega) frá 1917 eftir Pixinguinha (1897-1973), hann spilaði ýmist á flautu eða saxófón. Mér skilst, að flestir Brasilíubúar kunni bæði lagið og textann líkt og Íslendingar kunna Ísland ögrum skorið, nema brasilíska lagið er óður til ástarinnar, ekki til landsins. Finnski kvikmyndagerðarmaðurinn Mika Kaurismäki, sem býr í Brasilíu, hefur gert dásamlega heimildarmynd um choro (Brasileirinho), þar sem sumir fremstu chorotúlkendur landsins leika listir sínar af mikilli snilld. Chorotónlistin var mest höfð til heimabrúks. Höfundar hennar og flytjendur lögðu grunninn að bossanóvabyltingunni 1958-63, sem fór eins og eldur í sinu um heiminn. Þetta var afslöppuð og áhyggjulaus millistéttartónlist. Textarnir fjölluðu um fallegar stelpur á ströndinni í Río og þess háttar. Þarna fóru fremst í flokki tónskáldin Tom Jobim (1927-94) og João Gilberto (1931-) og ljóðskáldið Vinicius de Moraes (1913-80). Þeir drógu úr trumbuslættinum frá fyrri tíð og ruddu nýjar brautir í ríkulegri raddsetningu, svo að flóknir og stundum stríðir hljómar urðu þýðir í eyrum hlustandans. Fótbolti og bossa nova bera hróður Brasilíu út um allan heim í áþekkum hlutföllum. Þriðja bylgjanHerforingjar tóku völdin í Brasilíu 1964. Draumurinn um land framtíðarinnar dofnaði, nei, hann sofnaði. Áhyggjulausir bossanóvasöngvar áttu ekki lengur við. Caetano Veloso var þá átján ára upprennandi tónlistarmaður og mátti ekki til þess hugsa, að bandarísk afþreyingarmúsík flæddi yfir Brasilíu líkt og stórfyrirtækin, sem höfðu komið herforingjaklíkunni til valda með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Honum fannst Elvis Presley vera þunnur þrettándi, ekki bara músíkin, heldur innihaldið. Hvar var þjóðfélagsgagnrýnin? Hvar var samúðin með fátæku fólki?Upp úr þessari heitu hugsjón spratt þriðja bylgjan í brasilískri tónlist á 20. öld, tropicalismo, taktfast, fágað, fjölbreytt, rammbrasilískt rokk með afrísku og karabísku ívafi. Caetano Veloso stóð stoltur á öxlum Gilbertos og Jobims og vann með þeim, en fór nýjar leiðir. Textarnir hans leiddu fyrst til fangavistar heima fyrir og síðan til langrar útlegðar í London. Hann sneri heim aftur þjóðhetja. Hann hefur gefið út mikinn fjölda diska, hvern öðrum frumlegri og fallegri, og er enn að. Bítlarnir komast ekki með tærnar þar sem Caetano Veloso hefur hælana. Honum svipar frekar til klassískra tónskálda. Hann á það til að taka lagið á börunum í Ríó, ef hann á leið hjá. Í New York heldur hann konserta í Carnegie Hall eins og Jobim og Gilberto gerðu áður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun