Golf

Tiger Woods búinn að þéna rúman milljarð Bandaríkjadala

Arnar Björnsson skrifar
Tiger Woods
Tiger Woods Mynd/AFP
Kylfingurinn Tiger Woods hefur þénað rúman milljarð Bandaríkjadala frá því að hann varð atvinnumaður í golfi árið 1996, þá 21 árs. Í úttekt tímaritsins Forbes kemur fram að enginn íþróttamaður í sögunni komist með tærnar þar sem Woods hefur hælana.

Á síðastu 12 mánuðum þénaði Tiger Woods 110 milljón dollara, jafnir í öðru sæti á tekjulista síðustu 12 mánaða eru ökuþórinn Kimi Raikkonen og körfuboltakapparnir Michael Jordan og Kobe Bryant með 45 milljónir dollara. Fimmti á listanum er síðan fótboltakappinn David Beckham með 42 milljónir dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×