Umfjöllun: Breiðablik í úrslit bikarsins í fyrsta sinn síðan 1971 13. september 2009 15:00 Alfreð Finnbogason hefur skorað mikið fyrir Blika í sumar. Mynd/Anton Breiðablik er komið í úrslit VISA-bikars karla í fyrsta sinn frá árinu 1971 eftir, 3-2, sigur á Keflavík í undanúrslitum á Laugardalsvelli. Breiðablik mætir Fram í úrslitum. Breiðablik hóf leikinn mjög vel og var komið í 2-0 eftir aðeins 13. mínútur. Keflavík jafnaði metin með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla áður en hálftími var liðinn af leiknum en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 66. mínútu. Byrjun leiksins var mjög fjörug en eftir markaveisluna fyrsta hálftímann þéttust varnir liðanna og færin fá. Hart var tekist á enda ætluðu bæði lið sér í úrslit bikarsins. Jóhann Birnir komst í eina færi síðari hálfleiks áður en Breiðablik komst yfir úr vítaspyrnu sem Keflavíkingar eru líklega allt annað en ánægðir með að hafa fengið á sig. Fyrst missti hinn jafnan trausti Alen Sutej boltann illa til Alfreðs sem tók á góðan sprett inn í vítateig þar sem hann féll við það sem virtist vera engin snerting þó Bjarni Hólm hafi vissulega rennt sér í teignum. Ódýrt víti en það er ekki spurt að því þegar Breiðablik gengur út á Laugardalsvöllinn 3. október í úrslitaleiknum gegn Fram. Keflavíkingar náðu aldrei að rífa leik sinn upp eftir markið og voru í raun aldrei líklegir til að jafna metin. Breiðablik ógnaði marki Keflavíkur ekki heldur að ráði þar sem liðið náði ekki að skapa sér færi í nokkrum fínum skyndisóknum. Keflavík-Breiðablik 2-3 0-1 Elfar Freyr Helgason ´8 0-2 Kristinn Jónsson ´13 1-2 Guðjón Árni Antoníusson ´22 2-2 Símun Eiler Samuelsen ´26 2-3 Guðmundur Pétursson (víti) ´66Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 2.052Dómari: Þóroddur Hjaltalín 6Skot (á mark): 7-9 (4-7)Varið: Lasse 4 – Ingvar 3Aukaspyrnur: 13-9Horn: 6-7Rangstöður: 1-1Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Símun Eiler Samuelsen 6 (71. Hörður Sveinsson -) Jón Gunnar Guðmundsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Guðmundur Steinarsson 5 (78. Nikolai Jörgensen -) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (58. Magnús Sverrir Þorsteinsson 5) Haukur Ingi Guðnason 6Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 4 (76. Guðmann Þórisson -) Elfar Freyr Helgason 6 Kári Ársælsson 6 *Kristinn Jónsson 7 Maður leiksins Finnur Orri Margeirsson 7 Guðmundur Kristjánsson 6 Arnar Grétarsson 6 (80. Andri Rafn Yeoman -) Alfreð Finnbogason 6 (91. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Pétursson 6 Kristinn Steindórsson 6 Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Breiðablik er komið í úrslit VISA-bikars karla í fyrsta sinn frá árinu 1971 eftir, 3-2, sigur á Keflavík í undanúrslitum á Laugardalsvelli. Breiðablik mætir Fram í úrslitum. Breiðablik hóf leikinn mjög vel og var komið í 2-0 eftir aðeins 13. mínútur. Keflavík jafnaði metin með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla áður en hálftími var liðinn af leiknum en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 66. mínútu. Byrjun leiksins var mjög fjörug en eftir markaveisluna fyrsta hálftímann þéttust varnir liðanna og færin fá. Hart var tekist á enda ætluðu bæði lið sér í úrslit bikarsins. Jóhann Birnir komst í eina færi síðari hálfleiks áður en Breiðablik komst yfir úr vítaspyrnu sem Keflavíkingar eru líklega allt annað en ánægðir með að hafa fengið á sig. Fyrst missti hinn jafnan trausti Alen Sutej boltann illa til Alfreðs sem tók á góðan sprett inn í vítateig þar sem hann féll við það sem virtist vera engin snerting þó Bjarni Hólm hafi vissulega rennt sér í teignum. Ódýrt víti en það er ekki spurt að því þegar Breiðablik gengur út á Laugardalsvöllinn 3. október í úrslitaleiknum gegn Fram. Keflavíkingar náðu aldrei að rífa leik sinn upp eftir markið og voru í raun aldrei líklegir til að jafna metin. Breiðablik ógnaði marki Keflavíkur ekki heldur að ráði þar sem liðið náði ekki að skapa sér færi í nokkrum fínum skyndisóknum. Keflavík-Breiðablik 2-3 0-1 Elfar Freyr Helgason ´8 0-2 Kristinn Jónsson ´13 1-2 Guðjón Árni Antoníusson ´22 2-2 Símun Eiler Samuelsen ´26 2-3 Guðmundur Pétursson (víti) ´66Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 2.052Dómari: Þóroddur Hjaltalín 6Skot (á mark): 7-9 (4-7)Varið: Lasse 4 – Ingvar 3Aukaspyrnur: 13-9Horn: 6-7Rangstöður: 1-1Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Símun Eiler Samuelsen 6 (71. Hörður Sveinsson -) Jón Gunnar Guðmundsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Guðmundur Steinarsson 5 (78. Nikolai Jörgensen -) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (58. Magnús Sverrir Þorsteinsson 5) Haukur Ingi Guðnason 6Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 4 (76. Guðmann Þórisson -) Elfar Freyr Helgason 6 Kári Ársælsson 6 *Kristinn Jónsson 7 Maður leiksins Finnur Orri Margeirsson 7 Guðmundur Kristjánsson 6 Arnar Grétarsson 6 (80. Andri Rafn Yeoman -) Alfreð Finnbogason 6 (91. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Pétursson 6 Kristinn Steindórsson 6
Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira