Hugverkavaktin Pawel Bartozek skrifar 9. október 2009 06:00 Ef einhver væri öruggur um að hlaða niður ólöglega fyrsta Fangavaktarþættinum, þá er það líklegast Ólafur Ragnar, söguhetja úr samnefndum þáttum. Söguþráðurinn skrifar sig nánast sjálfur: „Þetta er sko alveg löglegt, það er ekkert hægt að taka mann fyrir þetta, frændi minn er alltaf að dánlóda svona einhverju stöffi, og það er ekkert gert við hann," mundi Ólafur útskýra um leið og hann biði til sölu ylvolga Fangavaktar-mynddiska, beint úr brennaranum. Þátturinn myndi svo enda á Ólafi sitjandi skömmustulegum á meðan lögreglumenn og lögmaður SMÁÍS renna gaumgæfilega yfir hasarmyndirnar og klámið í fartölvunni hans. Þeirri grundvallarhugmynd að listamenn, eða aðrir höfundar, eigi að geta ráðið hvernig verk þeirra séu notuð er erfitt að andmæla. Flestir geta til dæmis verið sammála um að tónlistarmaður eigi að fá greitt fyrir vinnu sína og geti sagt stopp þegar einhver hyggst nota verk hans í auglýsingu t.d. fyrir stjórnmálaflokk sem hann styður ekki. En gæti listamaðurinn beinlínis ákveðið að list hans eigi ekki erindi við ákveðinn hóp fólks? Til dæmis fólks af ákveðnum kynþætti, kynhneigð eða trú? En hvað þá þegar listamaðurinn, eða sá sem ráðstafar réttindum hans, ákveður að sköpun hans eigi einungis við fólk á ákveðnu landsvæði, til dæmis að hún skulið einungis seld í Bandaríkjunum? Ekki er víst að öllum þætti það eðlileg ráðstöfun á hugverkaréttindum, í það minnsta yrðu aðdáendur listamannsins utan Bandaríkjanna án efa lítt hrifnir. Á meðan ráðamenn heimsins ræða af krafti um afnám viðskiptahindrana á kartöflur og frosnar fiskafurðir er verslun með tónlist og kvikmyndir enn föst í viðjum laga og venja sem sett voru utan um allt aðra tækni en þá sem við búum við í dag. Sem venjulegum íslenskum neytanda er undirrituðum til dæmis torskilið hvers vegna Íslendingar geti ekki keypt tónlist í gegnum vefverslun iTunes. Í öllu falli ætti EES-samningurinn nefnilega að tryggja okkur aðgang að tónlistarverslunum í löndum Evrópu í krafti fjórfrelsis og þar með ættu íslenskir neytendur hið minnsta að geta verslað við danskar, þýskar eða breskar iTunes-verslanir. Vandinn liggur víst í því að danska iTunes verslunin hefur ekki flutningsrétt á tónlist á Íslandi, með öðrum orðum er litið á þessar verslanir sem útvarpsstöðvar! Flókið net samninga um einkaleyfi á dreifingu og öðrum réttindum hafa í raun gert hvert ríki að sérstöku einkareknu tollsvæði með tónlist og kvikmyndir. Það er af þessum ástæðum sem Íslendingar geta til dæmis ekki hlaðið niður sjónvarpsþáttum sem oft eru aðgengilegir án endurgjalds í Bandaríkjunum. Bandarísku stöðvarnar hafa einungis dreifingarrétt í Bandaríkjum og því er lokað á niðurhal annars staðar frá, ef ske kynni að sjónvarpsstöð í öðru landi skyldi hafa áhuga á að taka þættina til sýninga. Hefðbundnar sjónvarpsstöðvar, sem eitt sinn voru lífsnauðsynlegur hlekkur í dreifingu afþreyingarefnis, eru þannig farnar að þvælast fyrir eðlilegum framförum. Tilraunir til að læsa mynddiskum eftir landssvæðum eru annað dæmi um andstyggilegar tilraunir til að stýra aðgengi að afþreyingu fólks eftir því hvar það býr. En hér eins og annars staðar hefðu ríkisstjórnir heims átt að grípa í taumana og hindra slíka misbeitingu á frjálsum markaði. Eitt skal nefnilega vera á hreinu: Það er til lítils að beina þunga reiði sinnar að hagsmunasamtökum á borð við STEF eða SMÁÍS, sem einfaldlega starfa í því lagaumhverfi sem við lýði er. Meginþrýstingur neytenda ætti að vera á yfirvöld: Þau ættu að tryggja það að markaður með tónlist og kvikmyndir sé frjáls, opinn, alþjóðlegur og boðlegur hugsandi fólki. Endurskoða þarf alla alþjóðlega umgjörð afþreyingariðnarins og vinda ofan af því kerfi einkarekinna tollsvæða sem aðilar hans hafa fengið að reisa í skjóli úreltra laga og venja. Svæðisbundnir dreifingarsamningar og flutningsréttindi ættu almennt að heyra sögunni og gera þarf heiminn að einu markaðssvæði með afþreyingu í takt við breytta tækni. Mikill hagur væri fyrir íslenska neytendur ef slíkt yrði raunin. Þurfi höfundar að semja við óþarfa milliliði í hverju landi fyrir sig munu Íslendingar aldrei sitja við sama borð og stærri þjóðir þegar kemur að óheftu aðgengi að tónlist og kvikmyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ef einhver væri öruggur um að hlaða niður ólöglega fyrsta Fangavaktarþættinum, þá er það líklegast Ólafur Ragnar, söguhetja úr samnefndum þáttum. Söguþráðurinn skrifar sig nánast sjálfur: „Þetta er sko alveg löglegt, það er ekkert hægt að taka mann fyrir þetta, frændi minn er alltaf að dánlóda svona einhverju stöffi, og það er ekkert gert við hann," mundi Ólafur útskýra um leið og hann biði til sölu ylvolga Fangavaktar-mynddiska, beint úr brennaranum. Þátturinn myndi svo enda á Ólafi sitjandi skömmustulegum á meðan lögreglumenn og lögmaður SMÁÍS renna gaumgæfilega yfir hasarmyndirnar og klámið í fartölvunni hans. Þeirri grundvallarhugmynd að listamenn, eða aðrir höfundar, eigi að geta ráðið hvernig verk þeirra séu notuð er erfitt að andmæla. Flestir geta til dæmis verið sammála um að tónlistarmaður eigi að fá greitt fyrir vinnu sína og geti sagt stopp þegar einhver hyggst nota verk hans í auglýsingu t.d. fyrir stjórnmálaflokk sem hann styður ekki. En gæti listamaðurinn beinlínis ákveðið að list hans eigi ekki erindi við ákveðinn hóp fólks? Til dæmis fólks af ákveðnum kynþætti, kynhneigð eða trú? En hvað þá þegar listamaðurinn, eða sá sem ráðstafar réttindum hans, ákveður að sköpun hans eigi einungis við fólk á ákveðnu landsvæði, til dæmis að hún skulið einungis seld í Bandaríkjunum? Ekki er víst að öllum þætti það eðlileg ráðstöfun á hugverkaréttindum, í það minnsta yrðu aðdáendur listamannsins utan Bandaríkjanna án efa lítt hrifnir. Á meðan ráðamenn heimsins ræða af krafti um afnám viðskiptahindrana á kartöflur og frosnar fiskafurðir er verslun með tónlist og kvikmyndir enn föst í viðjum laga og venja sem sett voru utan um allt aðra tækni en þá sem við búum við í dag. Sem venjulegum íslenskum neytanda er undirrituðum til dæmis torskilið hvers vegna Íslendingar geti ekki keypt tónlist í gegnum vefverslun iTunes. Í öllu falli ætti EES-samningurinn nefnilega að tryggja okkur aðgang að tónlistarverslunum í löndum Evrópu í krafti fjórfrelsis og þar með ættu íslenskir neytendur hið minnsta að geta verslað við danskar, þýskar eða breskar iTunes-verslanir. Vandinn liggur víst í því að danska iTunes verslunin hefur ekki flutningsrétt á tónlist á Íslandi, með öðrum orðum er litið á þessar verslanir sem útvarpsstöðvar! Flókið net samninga um einkaleyfi á dreifingu og öðrum réttindum hafa í raun gert hvert ríki að sérstöku einkareknu tollsvæði með tónlist og kvikmyndir. Það er af þessum ástæðum sem Íslendingar geta til dæmis ekki hlaðið niður sjónvarpsþáttum sem oft eru aðgengilegir án endurgjalds í Bandaríkjunum. Bandarísku stöðvarnar hafa einungis dreifingarrétt í Bandaríkjum og því er lokað á niðurhal annars staðar frá, ef ske kynni að sjónvarpsstöð í öðru landi skyldi hafa áhuga á að taka þættina til sýninga. Hefðbundnar sjónvarpsstöðvar, sem eitt sinn voru lífsnauðsynlegur hlekkur í dreifingu afþreyingarefnis, eru þannig farnar að þvælast fyrir eðlilegum framförum. Tilraunir til að læsa mynddiskum eftir landssvæðum eru annað dæmi um andstyggilegar tilraunir til að stýra aðgengi að afþreyingu fólks eftir því hvar það býr. En hér eins og annars staðar hefðu ríkisstjórnir heims átt að grípa í taumana og hindra slíka misbeitingu á frjálsum markaði. Eitt skal nefnilega vera á hreinu: Það er til lítils að beina þunga reiði sinnar að hagsmunasamtökum á borð við STEF eða SMÁÍS, sem einfaldlega starfa í því lagaumhverfi sem við lýði er. Meginþrýstingur neytenda ætti að vera á yfirvöld: Þau ættu að tryggja það að markaður með tónlist og kvikmyndir sé frjáls, opinn, alþjóðlegur og boðlegur hugsandi fólki. Endurskoða þarf alla alþjóðlega umgjörð afþreyingariðnarins og vinda ofan af því kerfi einkarekinna tollsvæða sem aðilar hans hafa fengið að reisa í skjóli úreltra laga og venja. Svæðisbundnir dreifingarsamningar og flutningsréttindi ættu almennt að heyra sögunni og gera þarf heiminn að einu markaðssvæði með afþreyingu í takt við breytta tækni. Mikill hagur væri fyrir íslenska neytendur ef slíkt yrði raunin. Þurfi höfundar að semja við óþarfa milliliði í hverju landi fyrir sig munu Íslendingar aldrei sitja við sama borð og stærri þjóðir þegar kemur að óheftu aðgengi að tónlist og kvikmyndum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun