Íslenski boltinn

Orðið ljóst hvað bíður KR og Fram ef þau komast áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Gunnar Örn Jónsson í leik á móti Larissa á KR-vellinum í gærkvöldi.
KR-ingurinn Gunnar Örn Jónsson í leik á móti Larissa á KR-vellinum í gærkvöldi. Mynd/Valli

Nú er nýbúið að draga í þriðju umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA en þar eru tvö íslensk lið, KR og Fram, í flottum málum eftir glæsilega leiki í fyrri leik annarrar umferðar í gærkvöldi. Fram færi til Skotlands og KR færi Sviss eða Andorra, omist þau áfram í næstu viku.

Sigurvegarinn úr viðureign Fram og Sigma Olomouc mætir skoska liðinu Aberdeen Football Club. Aberdeen endaði í 4. sæti í skosku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Mark McGhee, fyrrum stjóri Motherwell, er nýsestur í stjórastól félagsins.

Sigurvegarinn úr viðureign KR og Larissa mætir sigurvegaranum úr viðureign Basel frá Sviss og FC Santa Coloma frá Andorra. Svissneska liðið vann heimaleikinn 3-0 í gær.

KR vann 2-0 heimasigur á Larissa og Fram náði 1-1 jafntefli við Sigma Olomouc í Tékklandi. Seinni leikirnir fara fram á fimmtudaginn eftir viku, KR-ingar fara þá til Grikklands en Fram tekur á móti Sigma á Laugardalsvellinum.

Það var einnig dregið í Meistaradeild Evrópu þar sem FH-ingar eru í vonlausri stöðu. Sigurvegarinn úr viðureignum FH og Akotobe mæta annaðhvort liði Maccabi Haifa frá Ísrael eða Glentoran frá Norður-Írlandi. Það er nokkuð ljóst að þar munu Akotobe og Maccabi mætast, Aktobe vann FH 4-0 á útivelli á sama tíma og Maccabi Haifa vann 6-0 heimasigur á Glentoran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×