Umfjöllun: FH vann óverðskuldað í Eyjum Ellert Scheving skrifar 5. júlí 2009 18:41 Atli Guðnason skoraði fyrir FH í dag. Mynd/Stefán Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og FH komst yfir eftir tíu mínútna leik. Atli Guðnason tók hornspyrnu sem fór í Tryggva Guðmundsson og í netið. Ljótt mark en þau gilda víst öll. Eyjamenn girtu sig í brók og jöfnuðu á 16. mínútu eftir laglega sókn. Arnór Eyvar Ólafsson vann boltann á miðjunni, lék honum út á kant á Ajay Smith sem renndi boltanum á Þórarinn Valdimarsson en hann sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tonny Mawejje sem skallaði í netið. Leikurinn var afar skemmtilegur og hraður og bæði lið áttu góð færi en það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem FH komst yfir. Atli Guðnason fékk boltann í teig Eyjamanna eftir þunga sókn og átti ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá markverði Eyjamanna. Aftur neituðu leikmenn ÍBV að gefast upp og jöfnuðu á 87. mínútu en þar var að verki Ajay Smith. Matt Garner tók aukaspyrnu utan af kanti, spyrnan fór inn á teig þar sem mikil barátta var en boltinn endaði fyrir hægri löppinni á Ajay sem smellti tuðrunni í netið. Óverjandi fyrir Daða. Leikinn þurfti því að framlengja en í henni voru Eyjamenn mun hættulegri og sköpuðu sér fleiri færi en hetja FH í dag var Norðmaðurinn Alexander Söderlund. Söderlund hafði komið inn á sem varamaður áður og ekki komist í neitt samband við leikinn og var áberandi slakasti leikmaðurinn á vellinum. Sigurmarkið kom á 118. mínútu, eftir skyndisókn FH-inga rann boltinn fyrir Söderlund sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom boltanum í netið. Leiktíminn rann út og FH vann afar óverðskuldaðan sigur á baráttuglöðu liði ÍBV - meistaraheppni? ÍBV-FH 2-3 0-1 Tryggvi Guðmundsson (11.) 1-1 Tonny Mawejje (16.) 1-2 Atli Guðnason (80.) 2-2 Ajay Smith (87.) 2-3 Alexander Söderlund (118.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: 630 Dómari: Örvar Sær Gíslason. Skot (á mark): 21-19 (10-8) Varin skot: Elías 5 - Daði 7 Horn: 7-12 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstöður: 3-5ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefnisson Christopher Clements Matt Garner Þórarinn Ingi Valdimarsson (70. Bjarni Rúnar Einarsson) Yngvi Borgþórsson Pétur Runólfsson Andrew Mwesigwa (52. Atli Guðjónsson) Tonny Mawejje Arnór Eyvar Ólafsson (84. Viðar Örn Kjartanson) Eiður Sigurbjörnsson Ajay Leitch SmithFH (4-3-3): Daði Lárusson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Pétur Viðarsson Davíð Þór Viðarsson Tryggvi Guðmundsson Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Guðmundur Sævarsson (56. Björn Daníel Sverrisson) (90.Hákon Hallfreðsson) Atli Viðar Björnsson (56. Alexander Söderlund) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20 Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og FH komst yfir eftir tíu mínútna leik. Atli Guðnason tók hornspyrnu sem fór í Tryggva Guðmundsson og í netið. Ljótt mark en þau gilda víst öll. Eyjamenn girtu sig í brók og jöfnuðu á 16. mínútu eftir laglega sókn. Arnór Eyvar Ólafsson vann boltann á miðjunni, lék honum út á kant á Ajay Smith sem renndi boltanum á Þórarinn Valdimarsson en hann sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tonny Mawejje sem skallaði í netið. Leikurinn var afar skemmtilegur og hraður og bæði lið áttu góð færi en það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem FH komst yfir. Atli Guðnason fékk boltann í teig Eyjamanna eftir þunga sókn og átti ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá markverði Eyjamanna. Aftur neituðu leikmenn ÍBV að gefast upp og jöfnuðu á 87. mínútu en þar var að verki Ajay Smith. Matt Garner tók aukaspyrnu utan af kanti, spyrnan fór inn á teig þar sem mikil barátta var en boltinn endaði fyrir hægri löppinni á Ajay sem smellti tuðrunni í netið. Óverjandi fyrir Daða. Leikinn þurfti því að framlengja en í henni voru Eyjamenn mun hættulegri og sköpuðu sér fleiri færi en hetja FH í dag var Norðmaðurinn Alexander Söderlund. Söderlund hafði komið inn á sem varamaður áður og ekki komist í neitt samband við leikinn og var áberandi slakasti leikmaðurinn á vellinum. Sigurmarkið kom á 118. mínútu, eftir skyndisókn FH-inga rann boltinn fyrir Söderlund sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom boltanum í netið. Leiktíminn rann út og FH vann afar óverðskuldaðan sigur á baráttuglöðu liði ÍBV - meistaraheppni? ÍBV-FH 2-3 0-1 Tryggvi Guðmundsson (11.) 1-1 Tonny Mawejje (16.) 1-2 Atli Guðnason (80.) 2-2 Ajay Smith (87.) 2-3 Alexander Söderlund (118.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: 630 Dómari: Örvar Sær Gíslason. Skot (á mark): 21-19 (10-8) Varin skot: Elías 5 - Daði 7 Horn: 7-12 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstöður: 3-5ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefnisson Christopher Clements Matt Garner Þórarinn Ingi Valdimarsson (70. Bjarni Rúnar Einarsson) Yngvi Borgþórsson Pétur Runólfsson Andrew Mwesigwa (52. Atli Guðjónsson) Tonny Mawejje Arnór Eyvar Ólafsson (84. Viðar Örn Kjartanson) Eiður Sigurbjörnsson Ajay Leitch SmithFH (4-3-3): Daði Lárusson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Pétur Viðarsson Davíð Þór Viðarsson Tryggvi Guðmundsson Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Guðmundur Sævarsson (56. Björn Daníel Sverrisson) (90.Hákon Hallfreðsson) Atli Viðar Björnsson (56. Alexander Söderlund)
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20 Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20
Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45