Sveppi í sögubækurnar Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 29. september 2009 06:00 Algjör Sveppi og leitin að Villa sló í gegn um helgina en alls sáu hana 8.500 manns. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira