Sveppi í sögubækurnar Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 29. september 2009 06:00 Algjör Sveppi og leitin að Villa sló í gegn um helgina en alls sáu hana 8.500 manns. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira