Hámarkslaunin 1. júlí 2009 06:00 Alþingi skorar á ríkisstjórnina að láta undirbúa löggjöf um hámarkslaun, þar sem kveðið verði á um að ekki megi greiða hærri laun hér á landi en sem svarar tvöföldum vinnulaunum verkamanns miðað við 40 stunda vinnuviku." Svo hljóðaði þingsályktunartillaga sem kom fram á Alþingi árið 1979. Fyrir þrjátíu árum ræddu menn það í alvöru að setja lög á Íslandi sem bönnuðu meiri launamun en tvöfaldan. Flutningsmenn voru ekki af verri endanum; Stefán Jónsson alþingismaður og útvarpsmaður, Helgi Seljan, Jónas Árnason, Kjartan Ólafsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir að sá síðastnefndi hafi síðar snúið til starfa þar sem hann þáði - og þiggur enn - vel tvöföld verkamannalaun, er þessi tillaga um margt merkileg. Kannski þarf engan að undra að hún kom frá vinstri væng stjórnmálanna; allt voru þetta þingmenn Alþýðubandalagsins. Og auðvitað var hún felld. Við lestur Alþingistíðinda kemur hins vegar í ljós að aðrir þingmenn litu ekki á þetta sem dellu í veruleikafirrtum vinstrimönnum. Þvert á móti ræddu margir þetta málefnalega; þetta væri erfitt í framkvæmd, hvernig ætluðu menn að skipa einkafyrirtækjum fyrir og svo framvegis. Þrjátíu ár eru liðin og aftur liggur fyrir þingi tillaga um að handstýra launum. Nú eru það ríkisstarfsmenn sem mega ekki vera hærra launaðir en forsætisráðherra. Í millitíðinni margfaldaðist launamunur hér á landi, það varð lenska að meta fólk eftir mánaðarlaunum og finna þurfti upp nýtt orð fyrir hæstu launin; ofurlaun hétu þau. Ábyrgðin var það sem ætíð var vísað til, launin urðu að stigmagnast með einhverri óskilgreindri ábyrgð upp í hæstu hæðir. Eitthvað minna hefur þó farið fyrir þessari ábyrgð að undanförnu. En athyglisvert er að Stebbi á löppinni og meðflutningsmenn hans vísuðu einnig til ábyrgðar í sinni tillögu. Þeir vildu hafa kerfið líkt hlutakerfi á sjónum, þar sem skipstjórinn ber mestu ábyrgðina og hlýtur því hæst launin. Tvöfalt hærri laun en sá lægst launaði; hásetinn. vel má vera að lög um hámarkslaunamun séu dæmi um forræðishyggju. Af einhverjum ástæðum hugnast manni þau þó betur en sá hundrað- eða þúsundfaldi launamunur sem kynti undir geðveikinni hér fyrir skemmstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar
Alþingi skorar á ríkisstjórnina að láta undirbúa löggjöf um hámarkslaun, þar sem kveðið verði á um að ekki megi greiða hærri laun hér á landi en sem svarar tvöföldum vinnulaunum verkamanns miðað við 40 stunda vinnuviku." Svo hljóðaði þingsályktunartillaga sem kom fram á Alþingi árið 1979. Fyrir þrjátíu árum ræddu menn það í alvöru að setja lög á Íslandi sem bönnuðu meiri launamun en tvöfaldan. Flutningsmenn voru ekki af verri endanum; Stefán Jónsson alþingismaður og útvarpsmaður, Helgi Seljan, Jónas Árnason, Kjartan Ólafsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir að sá síðastnefndi hafi síðar snúið til starfa þar sem hann þáði - og þiggur enn - vel tvöföld verkamannalaun, er þessi tillaga um margt merkileg. Kannski þarf engan að undra að hún kom frá vinstri væng stjórnmálanna; allt voru þetta þingmenn Alþýðubandalagsins. Og auðvitað var hún felld. Við lestur Alþingistíðinda kemur hins vegar í ljós að aðrir þingmenn litu ekki á þetta sem dellu í veruleikafirrtum vinstrimönnum. Þvert á móti ræddu margir þetta málefnalega; þetta væri erfitt í framkvæmd, hvernig ætluðu menn að skipa einkafyrirtækjum fyrir og svo framvegis. Þrjátíu ár eru liðin og aftur liggur fyrir þingi tillaga um að handstýra launum. Nú eru það ríkisstarfsmenn sem mega ekki vera hærra launaðir en forsætisráðherra. Í millitíðinni margfaldaðist launamunur hér á landi, það varð lenska að meta fólk eftir mánaðarlaunum og finna þurfti upp nýtt orð fyrir hæstu launin; ofurlaun hétu þau. Ábyrgðin var það sem ætíð var vísað til, launin urðu að stigmagnast með einhverri óskilgreindri ábyrgð upp í hæstu hæðir. Eitthvað minna hefur þó farið fyrir þessari ábyrgð að undanförnu. En athyglisvert er að Stebbi á löppinni og meðflutningsmenn hans vísuðu einnig til ábyrgðar í sinni tillögu. Þeir vildu hafa kerfið líkt hlutakerfi á sjónum, þar sem skipstjórinn ber mestu ábyrgðina og hlýtur því hæst launin. Tvöfalt hærri laun en sá lægst launaði; hásetinn. vel má vera að lög um hámarkslaunamun séu dæmi um forræðishyggju. Af einhverjum ástæðum hugnast manni þau þó betur en sá hundrað- eða þúsundfaldi launamunur sem kynti undir geðveikinni hér fyrir skemmstu.