Auðvelt hjá Button Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2009 13:54 Kunnuleg sjón - Button fremstur og Barrichello annar. Nordic Photos / AFP Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello. Button var fremstur á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Barrichello var þriðji á ráspól, á eftir Kimi Raikkönen á Ferrari, en Brasilíumaðurinn náði að taka fram úr Raikkönen fljótlega eftir ræsinguna. Raikkönen náði að halda þriðja sætinu og félagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði. Sigurvegari mótsins í fyrra, Lewis Hamilton á McLaren, náði sér engan veginn á strik og varð að sætta sig við tólfta sætið. Keppnin var því langt frá því að vera spennandi hvað toppbaráttuna varðaði en nokkrir aðrir keppendur lentu í hremmingum. Kazuki Nakajima klessti bílinn sinn á lokahringnum og hið sama hafði Heikki Kovaleinen gert á 53. hring. Hann sagði í viðtali við fjölmiðla skömmu síðar að hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Nelson Piquet yngri á Renault var ýtt á vegg af Sebastien Buemi frá Sviss og gat ekkert við því gert. Robert Kubica og Sebastian Vettel féllu einnig báðir úr leik - Kubica hætti vegna bilunar og Vettel klessti á vegg.Efstu átta í dag: 1. Button, Brawn 2. Barrichello, Brawn 3. Raikkönen, Ferrari 4. Massa, Ferrari 5. Webber, Red Bull 6. Rosberg, Williams 7. Alonso, Renault 8. Bourdais, Toro RossoStigakeppni ökumanna: 1. Button 51 stig 2. Barrichello 35 3. Vettel, Red Bull 23 4. Webber 19,5 5. Trulli, Toyota 14,5 6. Glock, Toyota 12 7. Alonso 11 8.-9. Raikkönen 9 8.-9. Hamilton, McLaren 9 Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello. Button var fremstur á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Barrichello var þriðji á ráspól, á eftir Kimi Raikkönen á Ferrari, en Brasilíumaðurinn náði að taka fram úr Raikkönen fljótlega eftir ræsinguna. Raikkönen náði að halda þriðja sætinu og félagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði. Sigurvegari mótsins í fyrra, Lewis Hamilton á McLaren, náði sér engan veginn á strik og varð að sætta sig við tólfta sætið. Keppnin var því langt frá því að vera spennandi hvað toppbaráttuna varðaði en nokkrir aðrir keppendur lentu í hremmingum. Kazuki Nakajima klessti bílinn sinn á lokahringnum og hið sama hafði Heikki Kovaleinen gert á 53. hring. Hann sagði í viðtali við fjölmiðla skömmu síðar að hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Nelson Piquet yngri á Renault var ýtt á vegg af Sebastien Buemi frá Sviss og gat ekkert við því gert. Robert Kubica og Sebastian Vettel féllu einnig báðir úr leik - Kubica hætti vegna bilunar og Vettel klessti á vegg.Efstu átta í dag: 1. Button, Brawn 2. Barrichello, Brawn 3. Raikkönen, Ferrari 4. Massa, Ferrari 5. Webber, Red Bull 6. Rosberg, Williams 7. Alonso, Renault 8. Bourdais, Toro RossoStigakeppni ökumanna: 1. Button 51 stig 2. Barrichello 35 3. Vettel, Red Bull 23 4. Webber 19,5 5. Trulli, Toyota 14,5 6. Glock, Toyota 12 7. Alonso 11 8.-9. Raikkönen 9 8.-9. Hamilton, McLaren 9
Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira