Golf

Ólafur Björn er aftur kominn með forystu hjá körlunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Björn Loftsson úog Sigmundur Einar Másson.
Ólafur Björn Loftsson úog Sigmundur Einar Másson. Mynd/Golfsamband Íslands

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum er eini kylfingurinn sem er að spila undir pari þegar fremstu menn hafa lokið fyrri níu á öðrum degi á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti.

Ólafur Björn hefur leikið fyrstu níu holurnar á 33 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er samtals á einu höggi undir pari og hefur nú þriggja högga forskot á þá Sigmund Einar Másson úr GKG og Stefán Már Stefánsson úr GR.

Ólafur fékk tvo fugla á fyrstu fjórum holunum og hefur því náð sex fuglum á holum eitt til fjögur á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Ólafur paraði síðan hinar sjö holurnar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×