Íslenski boltinn

Valur og KR mætast í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/E. Stefán

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni karla og undanúrslit VISA-bikarkeppni kvenna í höfuðstöðvum KSÍ.

Í kvennaflokki voru fjögur af fimm efstu liðunum í Pepsi-deild kvenna í pottinum. Tvö efstu liðin, Valur og Stjarnan, drógust saman annars vegar og hins vegar lið Breiðabliks og Stjörnunnar.

Í karlalið voru sjö úrvalsdeildarlið í pottinum en HK er eina 1. deildarliðið sem komst áfram í fjórðungsúrslitin. HK mætir einmitt Breiðabliki í sannkölluðum Kópavogsslag.

Næst upp úr pottinum komu lið Vals og KR en þessi lið mætast í Pepsi-deildinni á laugardaginn.

Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, FH og Keflavík, mætast í Keflavík. Fulltrúi Keflvíkinga saup hveljur þegar hann dró upp lið FH. Síðust komu svo Fram og Fylkir upp úr pottinum.

Leikirnir fara fram fimmtudaginn 30. júlí.

Undanúrslit kvenna:

Breiðablik - Fylkir

Valur - Stjarnan

Fjórðungsúrslit karla:

HK - Breiðablik

Valur - KR

FH - Keflavík

Fram - Fylkir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×