Hin helga mær Gerður Kristný skrifar 30. mars 2009 00:01 Árið 1975 fórum við pabbi á opnun myndlistarsýningar í Gallerí Súm eins og fínt fólk. Þar var margt um manninn og listaverkin breiddust yfir veggi eins og bergflétta. Svo sat þarna líka myndastytta í stól. Þetta var alhvít kona með hönd undir kinn og bærði ekki á sér frekar en styttur yfirleitt. Og þó. Allt í einu greip fólk andann á lofti og skvaldrið þagnaði. Myndastyttan virtist hafa fengið nóg. Hún var staðin upp og gekk hikandi skrefum í átt að dyrunum. Sýningargestir eltu auðvitað forvitnir og fylgdust með henni hverfa sjónum úti í porti. Gjörningurinn reyndist vera eftir Rúrí sem hafði ekki vílað fyrir sér að sitja þarna grafkyrr í um það bil 40 mínútur. Myndaröð af gjörningnum hangir uppi á sýningunni Nokkrir vinir sem stendur nú yfir í Listasafni Íslands. Þar birtumst við pabbi á einni myndinni. Hann frakkaklæddur en ég í úlpu af eldri frænku minni og hef ekki hirt um að taka af mér hettuna. Buxurnar mínar eru úr köflóttu ullarefni sem stakk. Við horfum stóísk fram hjá styttunni. Hún vekur enga sérstaka athygli hjá okkur. Við tökum að minnsta kosti ekki eftir því að hún andar. Þetta er augnablikið áður en sýningargestum varð ljóst að leikið hafði verið á þá. Þetta er augnablikið áður en ég uppgötvaði endanlega hvílíkt lifandis fjör list getur verið. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem ég sé myndirnar því ég man eftir að hafa rekist á þær að minnsta kosti tvisvar áður á sýningu. Á þeirri sem nú hangir uppi í Listasafninu lætur Rúrí aftur á móti stólinn sem styttan sat á fylgja með. Ég man að minnsta kosti ekki eftir því að hafa barið hann áður augum. Á stólnum hvílir líka blind og þögul gríman, auk hjúpsins sem var um annan fótinn og slæðunnar sem hvíldi á höfði styttunnar. Nú þegar allur þessi tími er liðinn frá gjörningnum og myndirnar af honum eru sýndar í jafnhátíðlegu safni verða þessir hvítu munir að helgidómum. Það rennur fyrst núna upp fyrir mér að þetta var ekki myndastytta sem við eltum út í portið forðum daga, heldur sjálf María mey. Orðalaust stakk hún okkur af. Við stöndum eftir án nokkurra vegvísa eða skilaboða en þó svolítið meyr yfir því að hafa fengið að sjá hana þótt ekki væri nema í mýflugumynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun
Árið 1975 fórum við pabbi á opnun myndlistarsýningar í Gallerí Súm eins og fínt fólk. Þar var margt um manninn og listaverkin breiddust yfir veggi eins og bergflétta. Svo sat þarna líka myndastytta í stól. Þetta var alhvít kona með hönd undir kinn og bærði ekki á sér frekar en styttur yfirleitt. Og þó. Allt í einu greip fólk andann á lofti og skvaldrið þagnaði. Myndastyttan virtist hafa fengið nóg. Hún var staðin upp og gekk hikandi skrefum í átt að dyrunum. Sýningargestir eltu auðvitað forvitnir og fylgdust með henni hverfa sjónum úti í porti. Gjörningurinn reyndist vera eftir Rúrí sem hafði ekki vílað fyrir sér að sitja þarna grafkyrr í um það bil 40 mínútur. Myndaröð af gjörningnum hangir uppi á sýningunni Nokkrir vinir sem stendur nú yfir í Listasafni Íslands. Þar birtumst við pabbi á einni myndinni. Hann frakkaklæddur en ég í úlpu af eldri frænku minni og hef ekki hirt um að taka af mér hettuna. Buxurnar mínar eru úr köflóttu ullarefni sem stakk. Við horfum stóísk fram hjá styttunni. Hún vekur enga sérstaka athygli hjá okkur. Við tökum að minnsta kosti ekki eftir því að hún andar. Þetta er augnablikið áður en sýningargestum varð ljóst að leikið hafði verið á þá. Þetta er augnablikið áður en ég uppgötvaði endanlega hvílíkt lifandis fjör list getur verið. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem ég sé myndirnar því ég man eftir að hafa rekist á þær að minnsta kosti tvisvar áður á sýningu. Á þeirri sem nú hangir uppi í Listasafninu lætur Rúrí aftur á móti stólinn sem styttan sat á fylgja með. Ég man að minnsta kosti ekki eftir því að hafa barið hann áður augum. Á stólnum hvílir líka blind og þögul gríman, auk hjúpsins sem var um annan fótinn og slæðunnar sem hvíldi á höfði styttunnar. Nú þegar allur þessi tími er liðinn frá gjörningnum og myndirnar af honum eru sýndar í jafnhátíðlegu safni verða þessir hvítu munir að helgidómum. Það rennur fyrst núna upp fyrir mér að þetta var ekki myndastytta sem við eltum út í portið forðum daga, heldur sjálf María mey. Orðalaust stakk hún okkur af. Við stöndum eftir án nokkurra vegvísa eða skilaboða en þó svolítið meyr yfir því að hafa fengið að sjá hana þótt ekki væri nema í mýflugumynd.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun