Íslenski boltinn

Stjarnan og Breiðablik spila um titil í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks frá því í sumar.
Úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks frá því í sumar. Mynd/Arnþór

Úrslit Faxaflóamóts kvenna í fótbolta ráðast í kvöld þegar Stjarnan og Breiðablik mætast á Stjörnuvelli en leikurinn hefst klukkan 19.30. Bæði liðin hafa unnið alla fjóra leiki sína í mótinu en Blikum nægir jafntefli þar sem liðið er með mun betri markatölu en Stjarnan.

Breiðablik hefur unnið Faxaflóamót kvenna undanfarin fjögur ár og Stjarnan hefur endaði í 2.sæti í öll skiptin. Nú er að sjá hvort það breytist eitthvað í kvöld en Stjörnuliðið hefur styrkt sig mikið frá síðasta tímabili.

Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 33-1. Liðið vann Keflavík 14-0, FH 6-0, Hauka 2-1 og GRV 11-0.

Stjarnan hefur unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 23-1. Liðið vann FH 8-1, Hauka 1-0, Keflavík 6-0 og GRV 8-0.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×