Icesave á forngrísku 10. júní 2009 06:00 Í Grikklandi hinu forna voru eftirmál ósigra býsna hörð en að sama skapi skýr. Þá voru ekki settar saman samninganefndir sem skröfuðu á leynilegum fundum uns komin var flókin niðurstaða sem allir gætu sætt sig við…nema Íslendingar. Egías Aþenukonungur fékk að kenna á þessu en honum sárnaði þegar Androgeos, sonur Mínósar Krítarkonungs, vann alla Aþeninga í fjölþrautakeppni sem haldin var í borginni. Þetta var vel gert hjá þér, prinsi, en viltu ekki prófa að etja kappi við Maraþon-nautið?" sagði konungurinn í hefndarhugleiðingum og Androgeos var varla búinn að fallast á það þegar hann var kominn með hornið á Maraþon-nautinu í gegnum sig. Mínós konungur í Krít lét engan eiga neitt inni hjá sér, sennilega vegna þess að hann átti ekki krítarkort, svo hann sagði Aþeningum stríð á hendur og gjörsigraði þá. Ekki lét hann þar við sitja heldur setti hann skatt á Aþeninga. Hann var þannig að hvert ár urðu þeir að láta af sjö piltum og sjö stúlkum sem fara myndu í völundarhúsið í Krít þar sem Mínótárus bjó og át allt sem að kjafti kom. Dedælus hafði hannað völundarhúsið örugglega með svipuðum hætti og snillingarnir okkar hönnuðu Icesave. Að minnsta kosti var engin undankomuleið ef farið var inn. Mínótárus var í mannslíkama en með nautshöfuð. Því fylgja óneitanlega nokkrir útlitsgallar svo Mínos ákvað að geyma hann í völundarhúsinu þar sem hann gæti gætt sér á Aþeningum í stað þess að hafa hann með allt á hornum sér í höllinni. Þessi hefndarskattur Mínósar kann að hljóma villimannslegur en hefði ég verið í samninganefndinni hans Svavars þá hefði ég haft hann til hliðsjónar. Ég hefði reyndar aldrei tímt að sjá af sjö íslenskum stúlkum en það hefði vel komið til greina að senda sjö unga menn inn í rústirnar af Landsbankanum þar sem innstæðueigendur gætu beitt þá bolabrögðum. Ég hefði reynt að setja það sem skilyrði að þeir þyrftu ekki að vera svo ungir að árum heldur væri nóg að þeir hefðu sýnt af sér dýrkeyptan ungæðishátt. Ég myndi meira að segja lofa Bretunum að þeir þyrftu ekki að borga farið undir þessa mennsku skattgreiðslu. Þessir sjömenningar eru hvort sem er enn þá, að ég held, flestir búsettir í dýrari hverfum Lundúnaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun
Í Grikklandi hinu forna voru eftirmál ósigra býsna hörð en að sama skapi skýr. Þá voru ekki settar saman samninganefndir sem skröfuðu á leynilegum fundum uns komin var flókin niðurstaða sem allir gætu sætt sig við…nema Íslendingar. Egías Aþenukonungur fékk að kenna á þessu en honum sárnaði þegar Androgeos, sonur Mínósar Krítarkonungs, vann alla Aþeninga í fjölþrautakeppni sem haldin var í borginni. Þetta var vel gert hjá þér, prinsi, en viltu ekki prófa að etja kappi við Maraþon-nautið?" sagði konungurinn í hefndarhugleiðingum og Androgeos var varla búinn að fallast á það þegar hann var kominn með hornið á Maraþon-nautinu í gegnum sig. Mínós konungur í Krít lét engan eiga neitt inni hjá sér, sennilega vegna þess að hann átti ekki krítarkort, svo hann sagði Aþeningum stríð á hendur og gjörsigraði þá. Ekki lét hann þar við sitja heldur setti hann skatt á Aþeninga. Hann var þannig að hvert ár urðu þeir að láta af sjö piltum og sjö stúlkum sem fara myndu í völundarhúsið í Krít þar sem Mínótárus bjó og át allt sem að kjafti kom. Dedælus hafði hannað völundarhúsið örugglega með svipuðum hætti og snillingarnir okkar hönnuðu Icesave. Að minnsta kosti var engin undankomuleið ef farið var inn. Mínótárus var í mannslíkama en með nautshöfuð. Því fylgja óneitanlega nokkrir útlitsgallar svo Mínos ákvað að geyma hann í völundarhúsinu þar sem hann gæti gætt sér á Aþeningum í stað þess að hafa hann með allt á hornum sér í höllinni. Þessi hefndarskattur Mínósar kann að hljóma villimannslegur en hefði ég verið í samninganefndinni hans Svavars þá hefði ég haft hann til hliðsjónar. Ég hefði reyndar aldrei tímt að sjá af sjö íslenskum stúlkum en það hefði vel komið til greina að senda sjö unga menn inn í rústirnar af Landsbankanum þar sem innstæðueigendur gætu beitt þá bolabrögðum. Ég hefði reynt að setja það sem skilyrði að þeir þyrftu ekki að vera svo ungir að árum heldur væri nóg að þeir hefðu sýnt af sér dýrkeyptan ungæðishátt. Ég myndi meira að segja lofa Bretunum að þeir þyrftu ekki að borga farið undir þessa mennsku skattgreiðslu. Þessir sjömenningar eru hvort sem er enn þá, að ég held, flestir búsettir í dýrari hverfum Lundúnaborgar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun