Veiðiþjófar stálu frá barni við Hítarvatn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2009 00:01 Nökkvi Stefánsson hreykinn fimm ára snáði með silung sem hann veiddi sjálfur í Hítarvatni. Veiðiþjófar stálu af honum fiskinum. Mynd/Stefán Árnason „Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir." Stangveiði Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir."
Stangveiði Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira