Formúla 1

23% áhorf á Formúlu 1

Lewis Hamilton er vinsæll kappaksturskappi og kominn í vaxmyndasafn í London.
Lewis Hamilton er vinsæll kappaksturskappi og kominn í vaxmyndasafn í London.
FIA, alþjóðabílasambandið hefur afráðið að 19 Formúlu 1 mót verði árið 2010, en það er tveimur fleira en var í ár. Öll mót verða í beinni í útsendingu á Stöð 2 Sport eins og tvö síðustu ár.

Áhorf hefur mælst gott á íþróttina hérlendis, en hæst bar mótið í Mónakó með 23% áhorf, en það hefur verið með vinsælustu mótunum síðustu ár. Kappaksturinn í Kanada verður aftur á dagskrá og nýtt mót í Suður Kóreu.

Nokkrar breytingar verða á útfærslu Formúlu 1 á næsta ári og verður bannað að bæta bensíni á keppnisbíla, en dekkjaskipti leyfð. Þá verða fjögur ný lið á ráslínunni og 26 ökumenn í stað 20 í ár.

Fjöldi nýrra ökumanna kemur til sögunnar og margir ökumenn skipa um lið, en Jenson Button, heimsmeistarinn er farinn til McLaren og verður þar með Lewis Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×