Íslenski boltinn

"Af hverju ættum við að óttast ÍA?"

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Þórsarar fagna þriðja marki sínu gegn ÍA í dag.
Þórsarar fagna þriðja marki sínu gegn ÍA í dag. Vísir.is/Hjalti Þór
„Af hverju? Skeit Skaginn ekki á sig í fyrra? Af hverju eigum við að óttast ÍA? Bara af því þeir heita Skaginn?“ spurði Hreinn Hringsson blaðamann eftir öruggan 3-0 sigur Þórs  á ÍA í Boganum á Akureyri í dag. Spurningin snertist um hvort einhverjir aðrir en Þórsarar hefðu haft trú á svona stórum sigri á ÍA í fyrstu umferðinni.

„Við erum ánægðir með spilamennskuna. Þetta er fyrsti leikurinn sem við höfum verið með stíganda í okkar leik, við höfum verið að spila góðan hálfleik og hálfleik en þetta er mjög ánægjulegt – við héldum haus allan tímann,“ sagði Hreinn.

„Þetta var alveg hrikalegt og gríðarleg vonbrigði. Menn mæta bara ekki klárir í leikinn og það vantar alla baráttu,“ sagði Heimir Einarsson, fyrirliði ÍA sem vildi ekki meina að um vanmat hefði verið að ræða. „Við megum ekki við því að vanmeta neinn í þessari deild.“

"Við getum auðvitað miklu betur en þetta. Þetta er bara einbeitingarleysi og aulaskapur hjá okkur. Við þurfum heldur betur að spýta í lófana ef við ætlum að standa undir væntingunum sem til okkar eru gerðar. Þetta gengur ekki svona,“ sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×