Eyjólfur: Gætum stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:27 Eyjólfur Sverrsson, þjálfari 21 árs landsliðsins. Mynd/E.Stefán Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira