Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar gefur Maríu tækifærið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Björg Ágústsdóttir verður í marki Íslands gegn Dönum.
María Björg Ágústsdóttir verður í marki Íslands gegn Dönum. Mynd/Stefán

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gefur Maríu Björgu Ágústsdóttur, tækifæri í marki íslenska landsliðsins á móti Danmörku í Algarve-bikarnum í dag. Stelpurnar okkar spila þá lokaleik sinn í riðlinum og nægir jafntefli til þess að spila um bronsið á mótinu.

Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur verið í marki íslenska liðsins í tveimur fyrstu leikjunum, 3-1 sigri á Noregi og 0-1 tapi fyrir Bandaríkjunum. María Björg lék aftur á móti tvo síðustu leiki ársins 2008, umspilsleikina báða á móti Írlandi.

Erna Björk Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir koma einnig inn í liðið fyrir þær Söru Björk Gunnarsdóttur og Sif Atladóttir sem meiddust báðar í leiknum á móti Bandaríkjunum.

Sara Björk Gunnarsdóttir verður ekki á meðal varamanna vegna meiðslanna og þá er ólíklegt að Katrín Ómarsdóttir verði leikfær vegna meiðsla sem hún glímir við. Sif Atladóttir er hinsvegar klár í leikinn eftir meiðslin sem hún hlaut á föstudaginn og Fanndís Friðriksdóttir er komin inn í hópinn.

Byrjunarlið (4-5-1):

Markvörður: María B. Ágústsdóttir

Hægri bakvörður: Erna B. Sigurðardóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir

Sóknartengiliður: Dóra María Lárusdóttir

Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×