Íslenski boltinn

Voru ekki búnar að tapa í bláu búningunum í tæp tvö ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blái búningurinn er búinn að vera happabúningur kvennalandsliðsins síðustu ár.
Blái búningurinn er búinn að vera happabúningur kvennalandsliðsins síðustu ár. Mynd/Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 0-2 fyrir Dönum á Alagarve-bikarnum í gær og verða því að sætta sig við að spila við Kína um fimmta sætið á morgun.

Það dugði ekki stelpunum okkar að spila í bláu búningunum sínum í leiknum. Blái liturinn hefur verið happalitur fyrir stelpurnar undanfarna 22 mánuði því kvennalandsliðið var ekki búið að tapa í bláu síðan 17. maí 2007.

Síðustu þrjú töp íslenska liðsins fyrir Danaleikinn komu öll í leikjum þar sem liðið spilaði í hvíta settinu sínu. Ísland lék nefnilega í hvítu þegar liðið tapaði 0-1 á móti Bandaríkjunum (mars 2009), 1-2 á móti Frökkum (september 2008) og 1-2 á móti Slóvenum (ágúst 2007)

Síðasta tapið í bláu búningunum fyrir leikinn á móti Dönum í gær var í æfingaleik á móti Englandi í Southend 17.maí 2007. Enska liðið vann leikinn 4-0.

Síðan þá voru stelpurnar okkar búnar að vinna 9 leiki og gera 2 jafntefli í ellefu leikjum sínum í bláu búningunum.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×