Dauðum hrafni veifað Karen D. Kjartansdóttir skrifar 18. júní 2009 06:00 Félagi minn, sem telur sig allra manna fróðastan um bíla, bauðst fyrir nokkru til að aka fjölskyldubílnum á bílasölu til þess að kanna hvort fyrir hann mætti fá góðan jeppa. Nokkrum mínútum eftir að hann kom á staðinn hringdi bílaáhugamaðurinn og spurði hvort fjölskylda mín gæti hugsað sér að skipta á Volvónum góða og svörtum Range Rover með „milljón á milli" eins og hann orðaði það. Þegar ég heyrði erindið greip mig tilfinning sem líkast til hefur svipað til þeirrar sem greip prinsessuna sem sá Hans klaufa forðum daga koma ríðandi á geit, sveiflandi dauðum hrafni en þess albúinn að hreppa konunglegt kvonfang og hálft kóngsríkið. Í huganum sá ég mig fyrir mér reyna að leggja Range Rover í stæði í Vesturbænum undir vökulu augnaráði velviljaðra vegfaranda sem myndu hugsa með sér hvernig vesalings konan hefði lent í þessu. „Hverslags fordómar eru þetta" hugsaði ég því næst og reyndi að hrista úr mér hrollinn. „Þig langar í jeppa, hví getur hann ekki heitið Range Rover?" Því næst spurði ég holdgerving Hans klaufa. „Hvernig er það? Eru þessir bílar sparneytnir og ódýrir í viðhaldi." Við þeirri spurningu fékk ég neikvætt svar. „En fyrst við fáum milljón á milli kemur það kannski út á eitt" sagði ég en til þess eins að komast að því að það væri ég sem ætti að greiða milljónina á milli. Ég greip fyrir hjartað og hugsaði fallega til alls þess góða fólks sem í gegnum tíðina hefur látið pranga inn á sig undarlegum fararskjótum. Því næst prófaði ég að gúggla orðið Range Rover og sá að næst vinsælasti valmöguleikinn í tengslum við það orð er „for sale". Þá skoðaði ég innlenda frétt frá 5. janúar í fyrra sem sagði að þrátt fyrir vaxandi efnahagsþrengingar í heiminum væri eftirspurn eftir þessum bílum hér á landi. Þó ég vilji vel trúa á hvers konar yfirskilvitleg fyrirbæri þá botna ég ekki í því hvers konar sjáendur við eigum hér á landi. Eftir á að hyggja dundu á okkur hvers kyns illir fyrirboðar komandi hörmunga. Hér varð mikill skjálfti, hér gengu alls konar óargadýr á land og höfnin hér fylltist af bílum eins og híbýli faraós Egyptalands af engisprettum forðum. Hvernig gátu allir þessir illu fyrirboðar farið fram hjá fólki sem á víst að sjá lengra en nef sitt nær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Félagi minn, sem telur sig allra manna fróðastan um bíla, bauðst fyrir nokkru til að aka fjölskyldubílnum á bílasölu til þess að kanna hvort fyrir hann mætti fá góðan jeppa. Nokkrum mínútum eftir að hann kom á staðinn hringdi bílaáhugamaðurinn og spurði hvort fjölskylda mín gæti hugsað sér að skipta á Volvónum góða og svörtum Range Rover með „milljón á milli" eins og hann orðaði það. Þegar ég heyrði erindið greip mig tilfinning sem líkast til hefur svipað til þeirrar sem greip prinsessuna sem sá Hans klaufa forðum daga koma ríðandi á geit, sveiflandi dauðum hrafni en þess albúinn að hreppa konunglegt kvonfang og hálft kóngsríkið. Í huganum sá ég mig fyrir mér reyna að leggja Range Rover í stæði í Vesturbænum undir vökulu augnaráði velviljaðra vegfaranda sem myndu hugsa með sér hvernig vesalings konan hefði lent í þessu. „Hverslags fordómar eru þetta" hugsaði ég því næst og reyndi að hrista úr mér hrollinn. „Þig langar í jeppa, hví getur hann ekki heitið Range Rover?" Því næst spurði ég holdgerving Hans klaufa. „Hvernig er það? Eru þessir bílar sparneytnir og ódýrir í viðhaldi." Við þeirri spurningu fékk ég neikvætt svar. „En fyrst við fáum milljón á milli kemur það kannski út á eitt" sagði ég en til þess eins að komast að því að það væri ég sem ætti að greiða milljónina á milli. Ég greip fyrir hjartað og hugsaði fallega til alls þess góða fólks sem í gegnum tíðina hefur látið pranga inn á sig undarlegum fararskjótum. Því næst prófaði ég að gúggla orðið Range Rover og sá að næst vinsælasti valmöguleikinn í tengslum við það orð er „for sale". Þá skoðaði ég innlenda frétt frá 5. janúar í fyrra sem sagði að þrátt fyrir vaxandi efnahagsþrengingar í heiminum væri eftirspurn eftir þessum bílum hér á landi. Þó ég vilji vel trúa á hvers konar yfirskilvitleg fyrirbæri þá botna ég ekki í því hvers konar sjáendur við eigum hér á landi. Eftir á að hyggja dundu á okkur hvers kyns illir fyrirboðar komandi hörmunga. Hér varð mikill skjálfti, hér gengu alls konar óargadýr á land og höfnin hér fylltist af bílum eins og híbýli faraós Egyptalands af engisprettum forðum. Hvernig gátu allir þessir illu fyrirboðar farið fram hjá fólki sem á víst að sjá lengra en nef sitt nær.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun