Íslenski boltinn

Eru ekki búnar að mæta Dönum í tólf ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir fagna öðru marka sinna á móti Norðmönnum.
Danir fagna öðru marka sinna á móti Norðmönnum. Mynd/AP

Það er allt annað en daglegt brauð að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mæti frænkum sínum frá Danmörku í A-landsleik. Í raun er landsleikur þjóðanna aðeins sá þriðji í sögunni og ennfremur sá fyrsti í tólf ár.

Danir hafa unnið þriggja marka sigur á báðum A-landsleikjum þjóðanna, fyrst 0-3 1996 og svo 1-4 árið eftir. Báðir leikirnir voru í Algarve-bikarnum eins og sá í dag. Danska liðið varð í fjórða sæti á báðum þessum mótum, tapaði 1-2 fyrir Kína í leiknum 3. sætið 1996 og síðan í vítaspyrnukeppni á móti Svíum í bronsleiknum árið eftir.

Danir hafa spilað vel á Algarve-bikarnum til þessa, voru síst lakari aðillinn í 0-2 tapi fyrir Bandaríkjunum í fyrsta leik og unnu svo 2-0 sigur á Noregi í síðasta leik. Ísland er með markatöluna 3-2 en danska liðið er með markatöluna 2-2. Stelpunum okkar nægir því jafntefli í dag til þess að tryggja sér sæti í bronsleiknum.

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins í leiknum í dag, var með í báðum leikjunum gegn Dönum fyrir tólf og þrettán árum síðar og eini leikmaður Íslands síðan þá sem er enn í landsliðinu. Katrín lék allar 90 mínúturnar í þessum tveimur leikjum.

Danir eru í riðli með Finnum, Hollendingum og Úkraínumönnum á EM en Ísland er í riðli með Frakklandi, Noregi og Þýskalandi.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×