Lady Gaga Dr.Gunni skrifar 30. apríl 2009 06:00 Alveg var mér sama um áhrif ofbeldistölvuleikja og rassadillandi söngglyðra á ungmenni áður en ég eignaðist sjálfur börn. Ég hefði líklega talið það bölvað kerlingavæl ef umræða um þetta hefði orðið á vegi mínum. Nú er öldin önnur. Ég er stöðugt á varðbergi fyrir mannskemmandi sulli úr skemmtanaiðnaðinum svo barnæskan verði tær og hrein, ekki ósvipað minni eigin. Eða hvað? Kannski er ég skemmdur fyrir lífstíð af Boney M umslaginu Love for sale og auðvitað fannst mér gaman að plaffa á stráka í byssó. Púðurreykur úr knallettubyssu er lykt æsku minnar. Auðvitað var alltaf verið að drepa einhverja í fréttunum þá líka, og endalaus spenna á milli stórvelda. Geðveikir menn gátu ýtt á rauða takka hvenær sem er og bæ bæ alheimur. Í dag höfum við kannski ekki spennu á milli stórvelda til að hræða úr manni líftóruna, en við höfum Geim Tíví. Sonurinn stelst í þáttinn hvenær sem færi gefst og færin eru nokkur því Skjár einn endurtekur þættina í góðmennsku sinni á morgnanna svona innan um barnaefnið á öðrum stöðvum. Kannski er ég óþarflega stressaður yfir þessu. Mér býður bara í grun að springandi hausar, blóðslettur og innyfladreifing sé ekki endilega uppbyggjandi andlegt fóður fyrir fimm ára. Fréttatímar eru auðvitað bannaðir börnum, eða allavega vandlega ritskoðaðir. Maður er nógu stressaður yfir þessu öllu sjálfur þótt maður sé ekki að bögga börnin með þessu líka. Þó dóttir mín sé ekki orðin tveggja hefur hún samt eignast uppáhaldssöngkonu, Lady Gaga. Helst er það lagið frábæra Poker Face sem dóttir mín fílar og syngur oft upp úr þurru, „pa pa pa pa pa pa eis". Mikið vildi ég að Lady Gaga þyrfti ekki að líta út eins og hún ynni hjá Geira í Goldfinger. Væri frekar eins og búttuð bóndastúlka með skuplu eða ein af stelpunum í UVG. Afhverju heldur fólk að það sé ekki hægt að búa til popp án þess að glenna sig endalaust á nærbuxunum? Í fjölskyldubíltúr nýlega vorum við á rauðu ljósi á horni Frakkastígs og Hverfisgötu þar sem erótísk nærfatabúð er til húsa. Þegar dóttirin sá erótísku nærbuxnaauglýsingarnar með glennulegu glyðrunum í gluggunum fór hún að syngja Pa pa eis sem óð væri og benti ólm á gluggann. Nýju fötum keisarans hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun
Alveg var mér sama um áhrif ofbeldistölvuleikja og rassadillandi söngglyðra á ungmenni áður en ég eignaðist sjálfur börn. Ég hefði líklega talið það bölvað kerlingavæl ef umræða um þetta hefði orðið á vegi mínum. Nú er öldin önnur. Ég er stöðugt á varðbergi fyrir mannskemmandi sulli úr skemmtanaiðnaðinum svo barnæskan verði tær og hrein, ekki ósvipað minni eigin. Eða hvað? Kannski er ég skemmdur fyrir lífstíð af Boney M umslaginu Love for sale og auðvitað fannst mér gaman að plaffa á stráka í byssó. Púðurreykur úr knallettubyssu er lykt æsku minnar. Auðvitað var alltaf verið að drepa einhverja í fréttunum þá líka, og endalaus spenna á milli stórvelda. Geðveikir menn gátu ýtt á rauða takka hvenær sem er og bæ bæ alheimur. Í dag höfum við kannski ekki spennu á milli stórvelda til að hræða úr manni líftóruna, en við höfum Geim Tíví. Sonurinn stelst í þáttinn hvenær sem færi gefst og færin eru nokkur því Skjár einn endurtekur þættina í góðmennsku sinni á morgnanna svona innan um barnaefnið á öðrum stöðvum. Kannski er ég óþarflega stressaður yfir þessu. Mér býður bara í grun að springandi hausar, blóðslettur og innyfladreifing sé ekki endilega uppbyggjandi andlegt fóður fyrir fimm ára. Fréttatímar eru auðvitað bannaðir börnum, eða allavega vandlega ritskoðaðir. Maður er nógu stressaður yfir þessu öllu sjálfur þótt maður sé ekki að bögga börnin með þessu líka. Þó dóttir mín sé ekki orðin tveggja hefur hún samt eignast uppáhaldssöngkonu, Lady Gaga. Helst er það lagið frábæra Poker Face sem dóttir mín fílar og syngur oft upp úr þurru, „pa pa pa pa pa pa eis". Mikið vildi ég að Lady Gaga þyrfti ekki að líta út eins og hún ynni hjá Geira í Goldfinger. Væri frekar eins og búttuð bóndastúlka með skuplu eða ein af stelpunum í UVG. Afhverju heldur fólk að það sé ekki hægt að búa til popp án þess að glenna sig endalaust á nærbuxunum? Í fjölskyldubíltúr nýlega vorum við á rauðu ljósi á horni Frakkastígs og Hverfisgötu þar sem erótísk nærfatabúð er til húsa. Þegar dóttirin sá erótísku nærbuxnaauglýsingarnar með glennulegu glyðrunum í gluggunum fór hún að syngja Pa pa eis sem óð væri og benti ólm á gluggann. Nýju fötum keisarans hvað?
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun