Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2009 22:30 Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stefán Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. „Við vorum komnar með þriggja manna vörn og ég efast um það að það sé eitthvað lið sem þorir að spila þriggja manna vörn á móti Breiðabliki," sagði Þorkell Máni og bætti við. „Þegar við jöfnuðum leikinn þá héldum við áfram að spila þriggja manna vörn. Það var eitt lið sem var að spila varnarleik á fullu og það vorum ekki við. við vorum ekki hér til að sækja jafntefli því við ætluðum að sækja öll stigin," sagði Þorkell. „Við vorum miklu betri en þær á löngum köflum í leiknum og það erum við bara að gera á frábærri liðsheild og engu öðru. Það hefði verið sanngjarnt að fá jafntefli út úr þessum leik. Við nýttum ekki okkar tækifæri á meðan að þær nýttu þessu fáu tækifæri sem þær fengu," sagði Þorkell. „Það er gaman að sjá það að lið að þessu kalíber eins og Breiðablik sé drulluhrætt við að koma hingað á Stjörnuvöllinn. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur en við verðum samt að gera betur en þetta ef við ætlum að vinna þetta," sagði Þorkell. „Við verðum samt að vera þakklát fyrir þennan leik og við tökum hann með okkur í bankann. Við eigum Val á sunnudaginn og við verðum bara að halda áfram að berjast og vinna fyrir þessu," sagði Þorkell en Stjarnan sækir þá Val heim í undanúrslitum VISA-bikarsins. „Þetta er ógeðslega dýr stig sem við töpuðum því nú er Valur bara í lykilstöðu. Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu enda tel ég að staðan sé bara þannig að Valur er með besta liðið á landinu. Við ætlum að taka af þeim bikarinn og ætlum heldur ekki að gefast upp í einu eða neinu. Við erum að gera betur en við gerðum síðast og ætlum að halda því áfram að byggja þetta hægt og rólega upp," sagði Þorkell sem var ánægður með Stjörnustelpurnar. „Stelpurnar mínar stóðu sig rosalega vel og mér fannst þær hlaupa alveg endalaust í kvöld. Menn voru að leggja sig fram en það vinnur ekkert með okkur neina reynsla. Við þekkjum ekki þessa stöðu en við erum að kynnast henni leik fyrir leik og kynnumst henni líka á sunnudaginn. Við fáum síðan vonandi að kynnast svona leikjum líka í lok tímabilsins þannig að þetta verður bara spennandi og skemmtilegt," sagði Þorkell að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. „Við vorum komnar með þriggja manna vörn og ég efast um það að það sé eitthvað lið sem þorir að spila þriggja manna vörn á móti Breiðabliki," sagði Þorkell Máni og bætti við. „Þegar við jöfnuðum leikinn þá héldum við áfram að spila þriggja manna vörn. Það var eitt lið sem var að spila varnarleik á fullu og það vorum ekki við. við vorum ekki hér til að sækja jafntefli því við ætluðum að sækja öll stigin," sagði Þorkell. „Við vorum miklu betri en þær á löngum köflum í leiknum og það erum við bara að gera á frábærri liðsheild og engu öðru. Það hefði verið sanngjarnt að fá jafntefli út úr þessum leik. Við nýttum ekki okkar tækifæri á meðan að þær nýttu þessu fáu tækifæri sem þær fengu," sagði Þorkell. „Það er gaman að sjá það að lið að þessu kalíber eins og Breiðablik sé drulluhrætt við að koma hingað á Stjörnuvöllinn. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur en við verðum samt að gera betur en þetta ef við ætlum að vinna þetta," sagði Þorkell. „Við verðum samt að vera þakklát fyrir þennan leik og við tökum hann með okkur í bankann. Við eigum Val á sunnudaginn og við verðum bara að halda áfram að berjast og vinna fyrir þessu," sagði Þorkell en Stjarnan sækir þá Val heim í undanúrslitum VISA-bikarsins. „Þetta er ógeðslega dýr stig sem við töpuðum því nú er Valur bara í lykilstöðu. Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu enda tel ég að staðan sé bara þannig að Valur er með besta liðið á landinu. Við ætlum að taka af þeim bikarinn og ætlum heldur ekki að gefast upp í einu eða neinu. Við erum að gera betur en við gerðum síðast og ætlum að halda því áfram að byggja þetta hægt og rólega upp," sagði Þorkell sem var ánægður með Stjörnustelpurnar. „Stelpurnar mínar stóðu sig rosalega vel og mér fannst þær hlaupa alveg endalaust í kvöld. Menn voru að leggja sig fram en það vinnur ekkert með okkur neina reynsla. Við þekkjum ekki þessa stöðu en við erum að kynnast henni leik fyrir leik og kynnumst henni líka á sunnudaginn. Við fáum síðan vonandi að kynnast svona leikjum líka í lok tímabilsins þannig að þetta verður bara spennandi og skemmtilegt," sagði Þorkell að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira